Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 70
68
Guðrún Þórhallsdóttir
ef þar er útlendr herr ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla
ek mQrgum kotbóndunum munu þykkja verða þrQngt fyrir durum“
(Heimskringla:216). Þegar ljóst var, að Grímsey var ekki föl, lagði
Þórarinn fram aðra orðsendingu frá konungi, sem bauð nokkrum helztu
höfðingjum til Noregs til vináttuboðs. Höfðingjarnir settust á rökstóla,
og sýndist sitt hverjum um, hvort ástæða væri til að þiggja boðið. Þá
segir:
En er þeir knjáðu þetta mál milli sín, þá staðfestisk þat helzt með
þeim, at þeir sjálfir skyldu eigi fara, en hverr þeira skyldi gera mann
af hendi sinni, þann er þeim þœtti bezt til fallinn ...
(Heimskringla:217)
Þetta er alþekkt frásögn, en sögnin knjá, sem hér er vakin athygli
á, er ekki á hvers manns vörum. Sagnmyndin 3. p. ft. þt. knjáðu lítur
út fyrir að vera mynd veikrar sagnar með nafnháttinn *knjá (e. t. v.
*knía fyrir samdrátt), en reyndar er nafnhátturinn hvergi varðveittur í
fornu máli og engar nútíðarmyndir heldur. Ef menn leita að sögninni í
fornmálsorðabókum, er misskýrar upplýsingar að fá. Þannig er sögnin
knía (eða knjá) („KNÍA or knjá“) t. d. sérstök fletta í bók Cleasbys
og Guðbrands Vigfússonar og þýdd m. a. með ensku sögnunum press,
urge, debate, knock og strike. Auk þátíðarinnar kníaði eru einnig talin
dæmi um þt. kníði, og erfitt er að átta sig á tengslum sagnarinnar knía við
sögnina knýja, sem virðist hafa svipaða merkingu, er m. a. þýdd knock,
press\ press on, urge onwards (Cleasby og Vigfusson 1969:346-47).
Sem dæmi má nefna, að þarna eru sýnd dæmi um, að báðar sagnirnar
taki andlagið árar: knía eða knjá: hirð kníði árar, knýja: þeir knúðu
fast árar.
í orðabók Fritzners (1886-96, 2:309, 311) er farið öðruvísi að. Þar
er ofangreint dæmi úr Ólafs sögu helga nefnt undir so. knía, en sögnin
eingöngu sögð hafa þt. kníaði (myndir skv. beygingu ö-sagna) og merk-
inguna „overveie, betænke, unders0ge“. Sögnin knía með þt. kníði (sbr.
dæmið kníði hörpu) er sérstök fletta, en hún sögð sama sögn og knýja.
Þriðja flettan er knýja, þt. knýði, knúði, með fjölbreytilega merkingu,
m. a. þýdd „1) slaa, banke ... 2) ved Tryk eller St0d drive fremad,