Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 215
Ritdómur
213
„heimildir“, án þess að skýrt sé í hverju munurinn felst. Svo virðist sem „útgáfur"
taki til bókmenntatexta sem notaðir eru sem frumgögn, en hitt séu fræðileg rit um
stílfræði og önnurfræði. Þó erþessi greinarmunur e.t.v. ekki alltaf jafnljós. T.a.m. varð
undirrituðum það á að leita að Kvöldvökum Hannesar Finnssonar í skrá um „útgáfur",
en fann ekki fyrr en í „heimildum“. Við nánari athugun reyndist þetta rökrétt að því
leyti að vitnað er beint til ummæla Hannesarum stfl, frekar en að texti hans sé notaður
sem dæmi. Það kemur hins vegar ekki heim við það að rit Magnúsar Stephensen,
Skemmtileg vinargleði (1797), sem vitnað er til um stflhugmyndir Magnúsar, er talið
meðal útgáfna. Ekki getur þetta þó talist stórvægilegt atriði, né heldur það að röðin á
ritum Jakobs Benediktssonarí ritaskrá virðist tilviljanakennd, en ritin ekki nefnd í réttri
tímaröð eins og búast hefði mátt við. Ókunnugir munu lfka lenda í vandræðum með
að finna ritið Lœrdómslistir, sem hefur að geyma margar ritgerðir Jakobs. Vafalaust
myndi nánari lúsaleit leiða í ljós fleiri misfellur af þessu tæi, en ekki verður hirt um
það hér.
Eins og vikið var að í upphafi þessa ritdóms hlýtur höfundunum að hafa verið mikill
vandi á höndum þegar þeir lögðu drög að þessu verki og mótuðu því stefnu. Þeir
segja í inngangi á bls. 8 að bókin sé „stflfræði íslensks ritmáls og ætluð námsfólki og
fróðleiksfúsum almenningi". Þetta erþví fróðleiksbók, ætluð til uppfræðslu frekaren að
kafað sé djúpt í „fræðileg“ vandamál. Sem slík er hún að mínu mati gott undirstöðurit,
því forsenda skilnings á þróun íslensks ritmáls er að sjálfsögðu yfirlit eins og það sem
höfundar gefa.
HEIMILDIR
Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. Um orðaröð og fœrslur í íslensku. Málvísindastofnun
Háskóla íslands, Reykjavík.
Friðrik Magnússon. 1990. Kjarnafœrsla og það-innskot í aukasetningum í íslensku.
Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík 1990.
Halldór Ármann Sigurðsson. 1994. Um frásagnarumröðun og grundvallarorðaröð
í fomíslensku ásamt nokkrum samanburði við nútímamál. Málvísindastofnun
Háskóla íslands, Reykjavík.
Kristján Arnason
Heimspekideild Háskóla Islands
Arnagarði við Suðurgötu
101 Reykjavík
kristarn@rhi.hi.is