Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 142
140
Veturliði Óskarsson
fylgt é-beygingu að hluta eða öllu leyti. Upprunalegar é-sagnir eru
hér taldar: a) þær sagnir sem hafa tilheyrt þessum beygingarflokki í
öndverðu og hafa haldið að nokkru eða öllu leyti beygingu sinni til
forníslensku, og b) síðar til komnar, afleiddar sagnir sem frá upphafi
höfðu é-beygingu í forníslensku (t.d. trúa af trú kvk.). Af þessu leiðir
að sagnir sem færst hafa milli flokka (t.d. ó-sagnir sem tekið hafa
upp é-beygingu að hluta eða öllu leyti) eru hér undanskildar, og að
sjálfsögðu einnig sagnir sem aðeins eru dæmi um úr máli síðari alda.
Rúmlega 30 sagnir af þessum toga voru þó til öryggis leitaðar uppi
í seðlasafni orðabókar Arnanefndar í Kaupmannahöfn og í textasafni
Málvísindastofnunar Háskóla íslands, þ. á m. allar sagnir sem Magnús
Fjalldal hefur með í grein sinni.
Upprunalegar é-sagnir, sem dæmi eru um í fomu máli, munu varla
vera öllu fleiri en eftirtaldar 70 sagnir sem kannaðar voru:9
aga (‘horfa til ófriðar’), bifa, blaka, brá, brosa, dá, drúpa, duga,
fjá,flaka,flóa (‘flæða’), gana, gapa, gá (‘horfa’), gljá, glotta, glóa,
gnapa, gnúfa, grúfa, hafa, há (‘baga’), híma, hlóa (‘vera heitur’),
liolfa (hvalfa, hvelfa, nísl. hvolfa ‘gera íhvolft, setja á hvolf’), hoifa,
húka, já, já(t)ta, kaupa, klígja, kópa, lafa, lifa, loða, luma, mara,
nara, ná, óra, sama, segja, skolla, skopa, skorta, skúta, slúta, smá,
snapa, snópa, snugga, sóma, spara, stara, stúpa, stúra, tolla, tóra,
trúa, ugga, una, vaka, vara, váfa (nísl. vofa), *vita (í lh. þt. vitaðr),
þegja, þola, þora, þrasa, þruma10
9 Lengi er von á einum. Eftir að þessari rannsókn lauk rifjaðist upp sögnin má,
sem að mati Ásgeirs Bl. Magnússonar er gömul é-sögn (þt. „mAðe“ kemur fyrir á
Eggjum-steininum frá því um 700, sbr. Noreen 1923:377).
10 Hér er ýmsum vafasögnum sleppt sem stöku fræðimenn hafa talið til é-sagna. Þar
á meðal má nefna skora, skrapa og trega sem Alexander Jóhannesson (1923-24:309)
er einn um að telja é-sagnir; bága hjá Noreen (1923:68, 348) — dæmið sem hann
leggur út af er „bágþe“ úr Haustlöng en það er eindæmi sem gæti verið villa fyrir
„bægði“ af /ö-sögninni bægja, sbr. Lexicon Poeticum, bls. 33 undir baga (sbr. líka Torp
(1974:38) sem telur bága upphaflega vera sterka sögn); lúta hjá Torp (1974:38), en
fleiri telja þetta sömu sögn og sterku sögnina lúta, með é-beyg. í þátíð og síðar í 1. p.
et. nt. fengna að láni frá é-sögnum, sbr. t.d. Noreen (1923:328) (í seðlasafni AMKO
eru fáein dæmi um veika beygingu, öll um þt. lútti). — Uppruni sumra þeirra sagna