Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 83
„En er þeir knjáðu þetta mál...
81
sagnarinnar og gefa því ekki upplýsingar um beygingu hennar. Rit-
málssafnið á eitt skemmtilegt dæmi um hnjá hnöttinn úr bundnu máli,
Rímum afFlórusi og sonum hans eftir Hákon Hákonarson:
Bónorðs gjörði hnöttinn hnjá,
Hjali með ólinu,
Niftin hringa nett á brá
Neitaði hrakmenninu. (OHR, 19. öld)
Orðasambandið hnjá hnöttinn er auk þess til á nokkrum seðlum í
talmálssafni, og þar kemur einnig fram sagnmyndin njá:
(1) hnjáhnöttinn
(2) Verið þið ekki alltaf að hnjá hnöttinn.
(3) ... að [hjnjá [hjnöttinn á hinum eða þessum til að fá sínu
framgengt.
- Má vera, að hann hafi sagt hnjá hnöttinn.
(4) ... að njá hnöttinn
(5) njá (eða hnjá) hnöttinn
(6) Ég var að njá nöttinn í honum.
Einn seðill í talmálssafninu geymir orðalagið hnjá hnökkum, merking
sögð vera ‘hnotabitast eða kljást, erjast eða ertast á’, en ekki er þar sýnd
notkun þess í setningu.
Að auki er getið orðtaksins núa hnöttinn í orðabók Bjöms Halldórs-
sonar: „At núa hnöttinn, actum agere, at gnide en Kugle o: vedblive
at arbejde paa en Ting, som allerede er færdig“ (1992:227).
Þegar litið er á ofangreint dæmasafn, er engan veginn augljóst, að
so. hnjá í merkingunni ‘baga, há, vera til trafala’ sé sama sögn og
birtist með andlaginu hnöttinn (þá ‘nauða á, þrábiðja; hnotabítast’)
eða hnökkum (‘hnotabítast, deila’). í heimildum Orðabókar Háskólans
um so. hnjá og orðtökin er ekki útskýrt, hvernig orðasamböndin muni
vera til orðin eða hver bókstafleg merking þess orðalags sé. Ásgeir
Bl. Magnússon skar ekki úr um þetta í orðsifjabók sinni, taldi uppruna
sagnarinnar (eða sagnanna) óljósan, en nefndi nokkra kosti í skýringum
sínum við so. hnjá (1989:349).