Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 145
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt. 143
2.2 Seðlasafn AMKO og textasafn Málvísindastofnunar Háskóla
Islands
í Ámastofnun í Kaupmannahöfn er geymt seðlasafn orðabókar Árna-
nefndar. í því er yfir ein milljón seðla. Það tekur yfir óbundið mál
í íslenskum handritum fram til 1540 og norskum handritum fram til
um 1370. Svo að segja allir þekktir vesturnorrænir textar hafa verið
orðteknir, bæði prentaðir, útgefnir textar og óprentuð handrit frá því
fyrir 1540. Þeir vita, sem þekkja til orðtöku fyrir orðabækur, að þar em
menn ætíð vel á verði gagnvart ókunnuglegum orðum, orðasambönd-
um og setningargerðum, og gæta þess að skrá öll sjaldgæf atriði, þar
sem allt eins má búast við að þar séu á ferðinni eindæmi. Af þessum
sökum er sennilegt að dæmi séu komin á blað í seðlasafni AMKO um
hljóðverptan vh.þt. af flestum ef ekki öllum þeim é-sögnum sem það
gat átt við um. — Annars er notkunarsvið viðtengingarháttar í þátíð
tiltölulega þröngt og beygingarmyndir hans því heldur fátíðari en aðrar
sagnmyndir; það á vitanlega við um sagnir úr öllum beygingarflokkum.
Þrátt fyrir viðamikla orðtöku hafa engin dæmi fundist um vh.þt. margra
sagna, ekki síst é-sagna sem margar hverjar eru býsna sjaldgæfar.14
í Málvísindastofnun Háskóla íslands er aðgengilegt textasafn sem
byggist á útgáfum Svarts á hvítu og Máls og menningar á íslendinga-
sögum, Heimskringlu, Sturlungu, Landnámabók og Grágás. í því er
leitað með sérstöku orðstöðulykilsforriti. Eins og nefndar útgáfur er
textasafnið með samræmdri nútímastafsetningu, og fomar beyging-
armyndir em sumar hverjar færðar til nútímahorfs (t.a.m. endingar
viðtengingarháttar), en þrátt fyrir það getur safnið nýst vel við orð-
fræðirannsóknir, þ. á m. þá sem hér um ræðir.
Starfsfólk AMKO og Málvísindastofnunar leyfði mér góðfúslega að
leita í gögnum sínum og geri ég grein fyrir afrakstrinum hér á eftir.
Leitaðar vom uppi þær sagnir sem ég hafði heimild um að hefðu að
14 í riti Larssons (1891) um orðaforða elstu íslensku handritanna er einungis að finna
26 af þeim 70 é-sögnum sem nefndar voru hér að framan í kafla 1.1. Þessar sagnir (án
hafa og segja) koma þar 205 sinnum fyrir í fh.nt., 32 sinnum í vh.nt., 128 sinnum í
fh.þt. en einungis 13 sinnum í vh.þt., og er þar um að ræða sagnimar lifa, ná, trúa og
una. (Að hafa og segja meðtöldum em sömu tölur 820, 105, 592 og 55).