Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 120
118
Kristján Árnason
er, rísandi eða hnígandi. Ég tel mig geta notað hvort tónfallsformið sem
er án þess að því fylgi neinn áþreifanlegur merkingarmunur. (E.t.v. er
þó tónfallið í (29a) heldur óvenjulegra og þar af leiðandi fylgir því
örlítið meiri tilfinning eða áhersla, og væri þá e.t.v. hægt að tala um
stflsmun.)
Ef rétt er, sýnir þetta, með öðru, að samband merkingar og tón-
fallsforma er óbeint, þ.e. breyting í tónfallsformi þarf ekki að fela í sér
breytingu á merkingu, alveg eins og ekki er gert ráð fyrir því í hefðbund-
inni hljóðkeríisfræði að allur hljóðamunur sé jafn-merkingargreinandi.
í hefðbundinni greiningu á hljóðkerfum er gert ráð fyrir því að til geti
verið valfrjálsar hljóðkeríisreglur, og einnig er algengt að hljóðamunur
sé upphafinn í vissu umhverfi. Þannig má gera ráð fyrir að munurinn á
hljóðönunum/f/ og /v/ sé upphafinn við ýmsar aðstæður, t.a.m. þegar
önghljóðið í orðum eins og þátíðinni gaf [ga:f] af gefa [je:va] afraddast
í algerri bakstöðu. Á hliðstæðan hátt má hugsa sér að til sé hljóðkerf-
isregla sem segir að áherslutónn sem stendur á undan háum lokatón
hafi vissa tilhneigingu til að verða LH frekar en HL. Þetta væri þá eins
konar samlögun, og svo virðist sem tónninn hafi sterkari tilhneigingu
til að vera rísandi eftir því sem hann stendur nær háa lokatóninum, því
þegar einkvætt orð eins og sundi stendur aftast í inngangssetningunni
virðist ekki líklegt að fram komi HLH lína, en í ferkvæðum orðum eins
og skemmtilegur í (27) virðist það vel ganga, og enn frekar í dæmum
eins og (29b), þar sem langt er orðið milli áherslutóns og markatóns.
Þarna virðist tiltölulega ólíklegra að tónnin sé LH en HL.
Það lítur sem sé út fyrir að „tónasamlögun“ af þessu tæi sé tals-
vert háð aðstæðum. Athugandi er að í (29) er um að ræða samsettar
segðir, þ.e.a.s. segðir sem hafa að geyma samsettar setningar, og við
höfum beint sjónum að fyrri hlutum þeirra, og samspili áherslutóns og
markatóns á innri setningaskilum. Svo virðist sem í lok segðar, þar sem
gera má ráð fyrir að þögn komi á eftir, eins og t.a.m. í (26), eigi HL
áherslutónn og H markatónn auðveldara með að standa hlið við hlið
en í miðjum segðum. Og þetta getur jafnvel komið fram á einkvæðum
orðum, eins og í (30):