Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 138
136
Veturliði Óskarsson
að leita dæma annars staðar, og jafnframt þarf að vera fullvíst að ekki
séfylgt villuljósumí þeirri leit, eins og hugsanlegum nýmyndunumfrá
síðari öldum, tökuorðum og orðum sem flakka milli beygingarflokka.
I þessari grein verða birt dæmi um hljóðverptan viðtengingarhátt
þátíðar af þeim é-sögnum sem er að finna í seðlasafni fommálsorða-
bókar Árnanefndar, Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den arnamagnæ-
anske kommissions ordbog, hér eftir skammstafað AMKO þegar þurfa
þykir), og í safni forníslenskra texta sem varðveittir eru í tölvu Mál-
vísindastofnunar Háskóla íslands. Fyrst verður þó rætt stuttlega um
beygingarflokkinn, é-sagnir.
1. £-sagnir og helstu einkenni þeirra
Þótt lesendur þessa tímarits séu flestir vel kunnugir íslenskri sagn-
beygingu að fornu og nýju er ekki úr vegi að rifja upp eðli og einkenni
é-sagna. Valtýr Guðmundsson (1922:145-148) telur upp um 100 sagn-
ir sem í nútímamáli tilheyra 3. flokki veikra sagna, en alls má finna
110-115 sagnir í fornu máli og nýju sem fóru eða gátu farið að fullu
eða að hluta eftir þessari beygingu. Uppistaðan er ú-sagnir sem að því
er formið varðar eiga það sameiginlegt að hafa haft é í stofnviðskeyti
í fmmnorrænu; dæmi: duga < *dugé-n. Ýmsar sagnir úr öðmm flokk-
um hafa síðar tekið upp sömu beygingu og e-sagnir, en hér á eftir
verður greint á milli þeirra og upprunalegra e-sagna, enda er það m.a.
uppmninn sem ræður því hvort hljóðvarp getur orðið í vh. þt. eða ekki.
Þrjú helstu formleg einkenni é-sagna em þau að þær: a) enda á -i
í 1. persónu eintölu í framsöguhætti nútíðar; b) eru án i-hljóðvarps í
framsöguhætti;4 c) enda flestar á -at í sagnbót í fornu máli.5 Greina þær
sig þannig frá m-sögnum sem líkjast þeim mest og enda eins og þær á
4 Með undantekningunum kaupa (/-hljv. í fh. þt.), segja og þegja (/'-hljv. í fh. nt.)
svo og hafa þar sem nútíðin hef o.s.frv. er líklega til komin vegna áhrifsbreytingar frá
krefja - kref o.s.frv.
5 Undantekningar frá því eru einkum é-sagnir sem enda á -á (brá, dá o.fl., með
samdregnu -á og -at) svo og glotta, Itafa, horfa, kaupa, segja, skorta, sem enda á -t.
Til eru dæmi um að örfáar sagnir aðrar hafi getað haft endinguna -t (t.d. spara.þola,
þora og e.t.v. fleiri). Dæmi um lh. þt./sagnbót vantar af fáeinum sögnum í fomu máli
(drúpa, grúfa, klígja, sóma, luma og e.t.v. fleiri).