Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 203
Orð ciforði
201
2.4.8 Masgefinn karl og oft kjöftugur
bullari ‘blaðrari, sá sem bullar’
bullukeli, -keri, -kollur, -stampur ‘masgepill, blaðrari’
froðusnakkur ‘blaðrari, sá sem talar innantómum orðum’
glammi ‘bullari, blaðrari’
glerjabrúsi, glerjaskellir ‘ómerkilegur kjaftaskur’
kjaftaskur, -ás ‘froðusnakkur, blaðrari, lausmáll maður’
kjaftalómur, -skúmur, -snápur ‘blaðrari, kjöftugur maður’
masgepill (engin skýring í OM)
opingátt ‘lausmáll maður’
2.4.9 Lyginn maður
lygagæra, -hlaupur, -laupur, -mörður ‘sá sem lýgur miklu, stórlygari’
skolajarpur ‘lyginn, ómerkilegur maður’
2.4.10 Maður sem lætur mikið ofan í sig, þurftarfrekur maður
gámur ‘mathákur’
hákur ‘matgráðugur maður’
hámur ‘gámur, átvagl’
hvomur ‘hámur, matgoggur’
matarauga, -hít ‘mathákur’
matgoggur ‘matmaður, mathákur’
mathákur ‘matmaður, átvagl’
sámur ‘átvagl’
skarfur ‘átvagl, mathákur’
slókur ‘átvagl’
2.4.11 Hroðvirkur karlmaður
hroðajarpur ‘hroðvirkur maður’
rusólfur ‘óvandvirkur maður’
rusull ‘hroðvirkur maður’
rösull ‘óvandvirkur maður’
2.4.12 Kjaftfor maður, ósvífinn í tali
orðgífur, -greppur, -hákur, -klápur ‘kjaftfor maður, frakkur og ósvífinn í tali’