Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 128
126
Kristján Arnason
Oft er bent á það (sbr. t.a.m. áðurnefnt greinarkorn mitt frá 1994
og rit eins og Pierrehumbert & Hirschberg 1990 og Hobbs 1990), að
vissir þættir í tónfallsformum tungumála séu beinlínis tónrænir og lúti
svipuðum lögmálum og tónlist (sbr. einnig það sem segir hér að framan
um táknkerfið sem notað er í greiningu á tónfallsformum). Það að
lækkun tákni lok og hækkun tákni skil, sem ekki eru endanleg, er í
rauninni af þessum toga. (Þessi tilhneiging kemur líka vel heim við það
að í opnum upptalningum er endað uppi við hvern lið, þar til kemur að
síðasta liðnum eins og við höfum séð dæmi um í (34) hér að framan.) Á
það hefur verið bent, að þetta gildi um margar laglínur í tónlist. Þannig
má skipta einfaldri laglínu eins og Gamla Nóa í hendingar, sem ýmist
enda uppi eða niðri:
(42) Gamli Nói, Gamli Nói
guðhræddur og vís.
Hér leitar fyrri hendingin upp á við, en sú seinni niður á við, þar til
hún endar á heimatóni.
Ef það væri algilt að hlutverk tónfallsformanna væri eingöngu tón-
rænt (músíkalskt) væri að sjálfsögðu ekki við því að búast að tónfalls-
form hefðu neina merkingu sem hægt væri að greina á svipaðan hátt
og merkingu orða, þ.e. ekki væru nein tónfalls„orð“ (eða myndön),
frekar en gerandi er ráð fyrir því að tilteknar laglínur hafi merkingu
eða beri skilaboð í venjulegum skilningi. En flestir virðast þó telja að
tónfallsformin hafi þrátt fyrir allt merkingu, eða e.t.v. er réttara að tala
um hlutverk, sem hefur áhrif á það hvað segðimar sem heild merkja.
Því er stundum haldið fram að hækkandi tónn „merki“ spurningu,
en lækkandi tónn merki fullyrðingu. Þetta styðst meðal annars við það
að það virðist talsvert algengt meðal tungumála heimsins, að spurning-
artónfall sé rísandi. Hugsanlegt er að þessi tengsl milli spurningar og
rísandi tónfalls megi með einhverju móti rekja til þess að spurningar
krefjast að jafnaði svars, og gera þess vegna í vissum skilningi ráð
fyrir framhaldi umræðunnar. Hér er fróðlegt að líta ögn nánar á segðir
eins og (19). Þar er áherslutónninn talinn vera LH, en lokatónninn aftur
L%, og þannig kemur fram bylgjan sem einkennir tónfallið. E.t.v. mætti