Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 87
„En erþeir knjáðu þetta mál... “
85
frumgermanskri mynd með framstöðuklasann *gn-. Ef svo er og ef
sú sögn er á ferð í orðasamböndunum *(h)njá hnöttinn/hnökkum, er
stoðum kippt undan þeirri hugmynd, að orðtökin eigi samleið með
sögnunum knýja og knía/knjá.
Af framansögðu er ljóst, að hægt er að skýra uppruna hnjá ‘þjaka,
buga’ án þess að telja hana yngri mynd af knjá ‘ræða, hugleiða, rann-
saka’, og um líkurnar á tengslum myndanna hafa fæst orð minnsta
ábyrgð. Það væri varasamt að byggja skýringu á uppruna orðtaksins
knjá mál á ungum dæmum um sögnina hnjá, sem hægt er að túlka á
ýmsa vegu, en sakir skorts á samanburðarefni eru þær skýringar illsann-
anlegar. Orðtökin *(h)njá hnöttinn/hnökkum varpa ekki skýrara ljósi á
sögu sagnarinnar knjá. Ef yngri mynd so. knjá væri þar að finna og
hvergi annars staðar, væri kostulegt að finna fáein forníslenzk dæmi
um einangraða orðtakið knjá mál (og eitt frá Guðna Jónssyni) og sjá
engin önnur merki um sögnina knjá fyrr en hún skýtur upp kollinum
á 19. öld í myndinni (h)njá — og þá í öðrum, ekki síður torskildum
orðasamböndum.
3. Ný skýring á uppruna so. knjá
3.1 So. knjá ‘rannsaka’
Ef þeirri gömlu skýringu er hafnað, að sögnin knjá sé afsprengi
sagnarinnar knýja, og því, að knjá sé yfirleitt leidd af margnefndri
ofbeldis- og áreynslurót í germönskum orðum með klasann kn-, gefur
auga leið, að upphafleg merking sagnarinnar þarf ekki að hafa tengzt
þrýstingi, barsmíðum eða áreynslu af öðru tagi. Það liggur þá beint við
að líta á merkingu sagnarinnar knjá í orðasambandinu knjá mál og taka
hana bókstaflega: ‘ræða, hugleiða, rannsaka’.
Merkingin ‘rannsaka'16 gerir það freistandi að tengja so. knjá við
indóevrópsku rótina *gnehr, alþekkta sagnrót með merkinguna ‘þekkja,
vita’, sem birtist í ýmsum hljóðskiptastigum í dótturmálunum (frie.
*gen-, *gend-, *gné-, *gnö-, skv. Pokorny 1959:376-78; nú væru
16 Hafa ber í huga, að í einu handriti Ólafs sögu helga stendur ekki knjáðu, heldur
kQnnuðu (kaunnudu, sbr. Johnsenog Jón Helgason 1941:331, nmgr.), sjá 3. nmgr. hér
að framan.