Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 199
Orð aforði
197
rubbi ‘ruði, óhrjálegur maður og óheflaður’
ruddi ‘dóni, óheflaður maður’
ruði ‘óhrjálegur og svolalegur maður’
rumpukarl ‘rosamenni’
rusti ‘durtur, kauði, drussi, dóni’
skarfur ‘þrjótur’
skelmir ‘þorpari, þrjótur’
skíthæll ‘óhræsi, lúsablesi, lúaleg persóna’
skreppur ‘ófrýnilegur eða ruddafenginn maður’
spartakus ‘óheflaður, ruddalegur maður’
svaðilmenni ‘grófur, ruddalegur maður’
svaki ‘ruddalegur maður’
svolabursti, solna-, solla-, sollabusi ‘ruddalegur og trallgefinn strákur’
svoli ‘ruddamenni, stór og rustalegur maður’
úrþvætti ‘afhrak, afstyrmi, hrakmenni, aftót’
varmenni ‘fantur, þrælmenni, níðingur, illmenni, samviskulaus maður’
vösólfur ‘uppivöðslusamur maður’
þorpari ‘þrjótur, ódámur, fantur’
þrjótur ‘þorpari, slæmur maður’
Orðið afstyrmi er notað í merkingarlýsingum í OM m.a. með orð-
unum afhrak, hrakmenni, óhrœsi, úrþvcetti og virðist því hafa mjög
neikvæða merkingu. Við flettiorðið afstyrmi er aftur á móti gefin merk-
ingin ‘aumingi, vesalingur, afturkreistingur’. Orðið sluddmenni er not-
að í skýringu við ódrátt í OM og virðist hafa mjög neikvæða merkingu
en flettiorðið sluddi, sluddumenni er sagt merkja ‘lélegur verkmaður,
dugleysingi’.
2.4.2 Hávaðamaður
flágellir ‘hávær, flámæltur maður’
galahjallur ‘hávær, fjasgefinn maður’
glammi ‘hávær kjaftaskúmur’
glommur ‘hávær maður’ (sjá 2.4.1)
götuskellir ‘hávaðasamur og lítið greindur maður’
hromsari ‘grófgerður hávaðamaður’
hryssugrallari ‘tuðrutjaldur’
hvinill ‘hávaðamaður’; ‘ókyrr og rásgjam hestur’