Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 35
Breytileg orðaröð í sagnlið
33
í (9a) tekur sögnin segja með sér aukasetningu með sögn í persónu-
hætti, sem verður því að standa í öðru sæti; orðaröðin er þar rétt eins og
í nútímamáli. Setningar á við (9b), þar sem persónuháttarsögnin er aft-
ast, koma ekki fyrir í fomu máli. Miðmynd sömu sagnar, segjast, tekur
hins vegar með sér nafnháttarsetningu, eins og sést í (9c). Þar er röðin
nákvæmlega sú sama og í hinni ótæku (9b), þ.e. andlag — aðalsögn —
hjálparsögnin hafa. Munurinn er aðeins sá, að í (9c) er hafa í nafnhætti,
en ekki í persónuhætti. Sama er að segja um (9c-e) (með „afbrigðilegri“
fallmörkun (ECM)) og (lOa) (með PRO í frumlagssæti aukasetningar,
sjá Halldór Ármann Sigurðsson 1991); þar er sögn aukasetningarinnar
í nafnhætti, og í slíkum tilvikum getum við fengið hreina OV-röð í
aukasetningunni í heild. í (lOb) er aftur á móti yfirborðsfmmlag í auka-
setningunni; því stendur sögnin þar í persónuhætti og OV-röð kemur
ekki fram.
Á undanfömum árum hefur yfirleitt verið gert ráð fyrir því að sagnir
í persónuhætti séu færðar inn í sérstakan hjálparbás (Infl), sem taki
sagnlið sem fyllilið og standi framan við hann. Fyrir þessu eru mörg
og margvísleg rök, sem ekki er hægt að fara út í hér (sjá t.d. Platzack
1986; Höskuld Þráinsson 1990; Halldór Ármann Sigurðsson 1989;
o.m.fl.). Setningar eins og (9) og (10) má vel fella að þeirri kenningu.
Þann mun sem fram kemur þar milli aukasetninga með persónuháttar-
sögn og nafnháttarsetninga má skýra svo að í fommáli hafi allar sagnir
hverrar setningar getað verið uppmnnar aftan fylliliðar síns. Krafan um
færslu sagnar í hjálparbás komi á hinn bóginn í veg fyrir að persónu-
háttarsagnir birtist nokkurn tíma aftast; hjálparbásinn tekur fyllilið sinn
(sagnliðinn) nefnilega á eftir sér, bæði að fornu og nýju. En í sérstök-
um tegundum aukasetninga, sem hafa engan hjálparbás (eins og (9c-e)
og (10b)), verði þessi færsla ekki, og þar geti því allar sagnir komið
fram í gmnnstöðu sinni. Enginn munur virðist vera á aðalsetningum
og aukasetningum að þessu leyti, sem virðist sýna að fomíslenska hafi
verið „Infl-medial“, en ekki „Infl-final“, eins og þýska og hollenska eru
venjulega taldar vera.
Þegar litið ertil sagnaíhjálparlið, þ.e. persónuháttarsagna, er íslenska
VO bæði að fornu og nýju; þær sagnir taka fyllilið sinn, sagnliðinn,