Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 141
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
139
/-hljóðvarp var virk hljóðregla í frumnorrænu en er beygingarlega
skilyrt í forníslensku. Það sést m.a. ljóslega á því að „hljóðvarp“ getur
orðið í ungum, nafnleiddum sögnum í fornu máli sem ekki eru upp-
runalegar é-sagnir eins og trúa - trýði (af trú kvk.), þar sem ekki liggur
nein frn. sögn, *tru-én, að baki heldur afleiðsla af nafnorði. Ekki er ljós
ástæðan fyrir því að hljóðvarpsvíxl verða aðeins í sumum é-sögnum;
frn. é kann að hafa getað fallið brott við tiltekin skilyrði (hver þau
eru er reyndar vandséð), hljóðafar kann að hafa ráðið einhverju — en
einnig kynnu þessi fáeinu dæmi um /-hljóðvarp í vh.þt. é-sagna aðeins
að vera merki um flökt milli líkra beygingarflokka, úr é-beygingu í
y'fl-//a-beygingu.8 Má í því sambandi minna á að é-sagnir eru beyging-
arlega skyldar ja- og /a-sögnum um suma hluti, báðum flokkum t.d.
í því að vera tvíkvæðar í þátíð, og m-sögnum í því að enda á -i(r) í
nt. Ó-sagnirnar eru hins vegar þríkvæðar í þt„ enda á -a(r) í nt. og
eru hljóðvarpslausar og þannig ólíkar öllum hinum þremur beygingar-
flokkunum.
Hér verður staðar numið og ekki leitt getum að því frekar hver þessi
skilyrði kunna að hafa verið, enda var það ekki ætlunin. Þetta minnir
hins vegar á mikilvægi þess í málsögurannsóknum að kanna uppruna
og ætterni orða. Að því er é-beygingu varðar þarf t.d. að gá að því hvort
sagnir sem þannig beygjast hafi e.t.v. áður tilheyrt öðrum flokkum eins
og á við um nokkrar sagnir með stofnsérhljóðið á (< a+a) sem taka
é-beygingu en tilheyrðu áður ó-sögnum (skrá, spá o.fl.). Skv. uppruna
yrði /-hljóðvarp ekki í vh.þt. þessara sagna og vöntun þess segði því
lítið um é-sagnir. — Og á hinn bóginn þyrfti ekki síður að vera ljóst
að ef við rækjumst á myndir eins og *skræði og *spœði, væri þar um
áhrifsmyndir að ræða.
1.1 „Upprunalegar“ é-sagnir
I þessari rannsókn voru leitaðar uppi þær sagnir sem fylgja eða hafa
8 Annað eins ,,flökt“ og meira en það hefur gerst í íslenskri málsögu, einstakar sagnir
t.d. verið á flakki milli flokka og hálfir og heilir beygingarflokkarfært sig um set, sbr.
t.d. undirflokk ó-stofna nafnorða í kvk. með stofnsérhljóðið /q/ í fommáli (t.d. jjQÖr,
kvQl, Iqiu) sem í nútímamáli beygjastöll eftir /-beygingu.