Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 194
192
Orð af orði
jasi ‘beljaki, stór og þrekinn maður’
jútur ‘stór og sver maður eða skepna’
raumur ‘rumur, stór maður’
renigantur, religantur ‘stór, óþjáll og klunnalegur maður’
robbi ‘stórskorinn og grobbinn maður’ (sjá 2.4.4)
rubbungur ‘stór, luralegur maður eða skepna’
rubbur ‘stór, luralegur maður eða skepna’
ruddungur ‘þrekvaxinn maður’; ‘stór hrútur’
rumur ‘stór maður, beljaki, raumur’
slambakur ‘slöttólfslegur maður’
slöttólfur ‘stórvaxinn (þunglamalegur) strákur’
slöttur ‘slöttólfur, klunnalegur sláni’
tókur ‘hávaxinn maður, rumur’
vámur, vomur ‘raumur, ógeðfelld persóna’
völsungur ‘stór, fyrirferðarmikill strákur'
5. Lágvaxinn, kubbslegur karlmaður:
Litið er öðrum augum á lága gildvaxna karla en konur (sjá 1.2.3)
kjabbi ‘lágvaxinn, digur maður, hjassi’
kjúklingur ‘lítill og vesæll maður’
korka ‘smávaxinn, vesældarlegur maður’
drundurhjassi ‘lítill, stuttur, silalegur maður’
kúði ‘lítill og kubbslegur maður eða skepna’
kuggi, kuggur ‘kubbslegur maður’; ‘lítið og kubbslegt skip’
kútlingur ‘smávaxinn maður’
molduxi ‘stuttur, þrekinn maður’
nubbur ‘stubbur, lágur og gildvaxinn maður’
nurtur ‘smávaxinn maður’
píslargrátur ‘lítill, magur og mæðulegur maður’
pútlingur ‘smávaxinn maður’; ‘lítill, þófinn vettlingur’
taðrambur ‘stuttur og kurfslegur’
tísill ‘smávaxinn maður’; ‘lítið og óburðugt dýr’
tuðull ‘smávaxinn maður, kurfur’
tyrðiltappi ‘smávaxinn maður, rindill, væskill’
vembill ‘stuttur og kubbslegur maður’
6. Stirðbusalegur karlmaður:
dasi ‘þunglamalegur og seinlátur maður’
drattrass ‘þunglamalegur og seinfær maður’
hjassi ‘stirðbusi, þungfær maður’; ‘þyngslalegt dýr’