Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 224
222
Frá Islenska málfrœðifélaginu
lenskri málfræði. Ritgerð Gunnars fjallaði um greiningu tvíhljóða í hljóðkerfisfræði,
ritgerð Haralds um beygingarkerfi nafnorða í Reykjahólabók með hliðsjón af Nýja
testamentinu og Guðbrandsbiblíu en ritgerð Kristínar um /rad-setningar í fomu máli og
nýju. 4. mars sögðu Ingibjörg Frímannsdóttir, Jóhanna Barðdal og Jóhanna Steinunn
Snorradóttir írá sínum ritgerðum. f ritgerð sinni velti Ingibjörg fyrir sér áhrifum auk-
ins talhraða á framburð, ritgerð Jóhönnu Barðdal fjallaði um viðtengingarhátt þátíðar
veikra sagnameð tilliti til hljóðvarps en ritgerð Jóhönnu Steinunnarum stigbreytingu
lýsingarorða. Þetta nýmæli í starfsemi félagsins þótti takast með miklum ágætum. 18.
mars sagði Jón G. Friðjónsson frá rannsóknum sínum á orðatiltækjum og væntan-
legri bók sinni um efnið. 1. apríl sagði Indriði Gíslason frá handbók þeirra Höskuldar
Þráinssonar um íslenskan framburð. 23. september ræddu Jón Gíslason og Svandís
Svavarsdóttir um táknmál. 21. október sögðu Heiða Jóna Hauksdóttir, Rósa Erlends-
dóttir og Sigríður Baldursdóttir frá B.A.-ritgerðum sínum í íslenskri málfræði. Ritgerð
Heiðu Jónu fjallaði um málfar fjölmiðla, ritgerð Rósu um tugi og einingar í eldra máli
en ritgerð Sigríðar um viðskeytið -sl-. Allir þessir fundir voru nokkuð vel sóttir.
14. árgangur tímaritsins Islenskt mál og almenn málfrœði kom út í ársbyrjun 1993.
Stjóm félagsins lagði allmikla vinnu í að reyna að auka útbreiðslu þess hér á landi sem
og erlendis. Sú vinna skilaði þó ekki þeim árangri sem búist hafði verið við.
Á árinu gerðist félagið aðili að CIPL eða The Permanent Intemational Committee
of Linguists. Um er að ræða samtök sem ífá 1928 hafa efnt til alþjóðlegra ráðstefna á
fimm ára fresti og gefa árlega út mikla skrá um málvísindaleg rit.
Margrét Jónsdóttir
formaður
Skýrsla um starfsemi Islenska málfrœðifélagsins
staifsárið 1993-1994
Á aðalfundi íslenska málfrœðifélagsins 30. nóvember 1993 var aðalstjóm félags-
ins endurkosin. í henni áttu sæti: Margrét Jónsdóttir formaður, Ari Páll Kristinsson
ritari, Guðvarður Már Gunnlaugsson gjaldkeri, Gunnar Ólafur Hansson meðstjóm-
andi og Halldór Ármann Sigurðsson ritstjóri tímarits félagsins. Varamenn voru kosnir
Aðalsteinn Eyþórsson og Jóhanna Steinunn Snorradóttir. Úr varastjóm gekk Friðrik
Magnússon. Endurskoðendur voru sem fyrr Kristín Bjamadóttir og Þómnn Blöndal. Á
árinu vom haldnir sex stjómarfundir. Til starfsemi sinnar hlaut félagið opinberan styrk
að upphæð krónur eitt hundrað og fimmtíu þúsund.
Áttunda Rask-ráðstefnan var haldin 22. janúar 1994. Níu fræðimenn fluttu þar
erindi sem vörðuðu ýmis svið málvísinda. Þeir vom: Eiríkur Rögnvaldsson sem talaði
um nafnliðafærslur í fomu máli, Guðrún Kvaran sem nefndi fyrirlestur sinn Að lesa
orðabók, Guðrún Þórhallsdóttir og nefndist fyrirlestur hennar "En er þeir knjáðu
þetta mál...", Jón G. Friðjónsson sem fjallaði um breytingar á orðatiltækjum, Kristján
Ámason sem ræddi um orðmyndun, Margrét Guðmundsdóttir sem fjallaði um-röð í