Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 94
92
Guðrún Þórhallsdóttir
grípa fornháþýzku sögnina glén og nota hana sem sönnunargagn, þótt
hún virðist ákjósanlegt dæmi um hvarfstig „Narten-rótar“ í germanskri
sögn, því að aðstæður eru ekki fyllilega sambærilegar. Hér lítur nefni-
lega út fyrir, að i-ið í * *ghilt2- tilheyri hvarfstigi rótar af taginu *Cieh-,
en sé ekki fengið úr /-viðskeyti nútíðar rótar af gerðinni *Ceh-, eins og
við væri að búast af sögninni knjá. Með öðrum orðum er þanstigsnú-
tíðin frie. * ghiéh^-'C/o- > fksl. zejq ekki nákvæmlega sömu gerðar og
frie. *gnéhyie/o- > frg. *knéjan, og fhþ. glén og físl. knjá geta varla
heldur verið myndaðar á sama hátt.
í öðru lagi má velta því fyrir sér, hvort so. *knijan hefði getað orðið til
við áhrifsbreytingar á germönskum tíma, en geymi ekki beint framhald
indóevrópsks hvarfstigs rótar. Þá er á það að líta, að til voru sagnir með
bygginguna *-éjan og *-ijan hlið við hlið af sömu rótum (frie. rótunum
*dheh\- ‘sjúga, gefa að sjúga’ og *peh\- ‘særa, álasa’), eins og fram
kom í grein 3.2. Mætti gæla við þá hugmynd, að sögnin *knijan hefði
verið mynduð út frá sögninni *knéjan eftir því mynztri:
frg. *déjan ‘gefa að sjúga’ : *dijan ‘gefa að sjúga’
frg. *féjan ‘álasa’ : *fijan ‘hata’
frg. *knéjan ‘kunna’ : X; X = *knijan ‘kanna’ (?)
Hins vegar er rétt að fara varlega í fullyrðingar í þessa átt, því að
slíkar sagnir eru fáar, og erfitt er að sjá merkingarleg líkindi með
afkomendum sagnanna í germönsku dótturmálunum, sem gætu fært
sönnur á, að *knijan hefði orðið til á þennan hátt. Samt væri alls ekki
óraunhæft að hugsa sér, að forveri sagnarinnar *knijan hefði lagað sig
að þessu mynztri.
Loks má heldur ekki gleyma þeim kosti, að sögnin knjá sé nafnleidd,
leidd af germönsku nafnorði. T. d. gæti hugsazt, að frg. ö-sögnin *knijön
er að endurgera barkaopshljóðið *h2 í öllum sögnunum og miða við hljóðskiptin
*ghiéh2- : *ghieh2- : *ghih2-. Fksl. zéjQ mætti einnig rekja beint til þanstigsins frie.
*ghéh2-ie/o-, en tengsl slavnesku og litháísku sagnanna verða nánari, ef endurgert er
frie. *ghiéh2-ie/o- og *ghieh2-ie/o-, sem leiða má af i-nútíð með „Narten-hljóðskipti"
(frie. *ghiéh2-i- : *ghieh2-i-), og gert ráð fyrir brottfalli fyrra j-hljóðsins í stofninum
*ghiéh2-ie/o- í slavnesku hljóðþróuninni (ella væri von á fksl. *zéjo)\ þessa tillögu hef
ég frá Jay Jasanoff (bréflega, sbr. einnig lok greinar 3.3 að ofan).