Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 88
86
Guðrún Þórhallsdóttir
grunnmyndir með e-stigi almennt endurgerðar * *genhy og ^gneh^-).17
Merkingartengslin ættu að vera augljós, því að ekki er langt frá merk-
ingunni ‘þekkja, vita’ til merkingarinnar ‘rannsaka’, og má benda á
íslenzku sagnirnar kunna og kanna til samanburðar, sem eru einmitt
báðar leiddar af þessari rót.
Sem hliðstætt dæmi úr latínu um merkingarsvið frie. rótarinnar
*gneh3- má nefna so. nöscö, sem myndar nútíð með sk%-viðskeyti
(frie. *gnhs-ske/o-). Nútíðinnöícö þýðir m. a. ‘frétti, kynnist, þekki’,
og perfectum-myndir (1. p. et. növTo. s. frv.) geta haft nútíðarmerking-
una ‘veit (um), kann, get’. Það er sérstaklega athyglisvert, að nútíðar-
myndir koma fyrir í merkingunni „examine, study, inspect,... examine
judicially, try (a case)“, sbr. dæmið ... Viniciani Scaurique causam, ut
ipse cum senatu nosceret ‘... mál Vinicianusar og Scaurusar, til þess
að hann sjálfurrannsakaði það ásamt öldungaráðinu’ (Tacitus: Annales
6.9), þar sem sögnin (nosceret í aukasetn.) vísar einmitt til þolfallsand-
lagsins causam ‘mál’ (í aðalsetn.) (OLD 1984:1190).18
I indóevrópskum málum er nútíð sagna af frie. rótinni *gne/?3- mynd-
uð á fleiri en einn veg. Þær nútíðarmyndanir, sem hafa þótt líklegast-
ar til að vera beinn arfur frá indóevrópsku frumtungunni, eru nútíð
með nefhljóðsinnskeyti (frie. *gn-n(e)-h^-, sbr. skr.janámi ‘veit’, gotn.
kunnan ‘vita’) og nútíð með .sT'vþ-viðskeyti (frie. *gnh^-ske/0-, sbr. gr.
YiYvó>oxw, lat. nöscö ‘þekki’). Auk þess hafa fundizt merki um nútíð
með s-viðskeyti og rótbundna áherzlu (frie. *gnéh3-s-, sbr. tokk. A
kilasdst ‘þekkir til’, hett. ga-ne-es-zi ‘þekkir’),19 og í fjórða lagi eru
í slavneskum og germönskum málum varðveittar nútíðarmyndir með
17 Hér gefst ekki tóm til að gera ítarlega grein fyrir indóevrópskum barkaopshljóðum
(laryngölum) og áhrifum þeirra á grannhljóðin. Eins og nú er algengast, geri ég ráð
fyrir, að þrjú slík hljóðön, að öllum líkindum önghljóð, hafi verið í hljóðkerfi frum-
indóevrópsku, og nota táknin h\, h2 og h2. Dæmin að ofan eru skýrð þannig, að hljóðið
*h2 hafi sérhljóðazt í dæminu *genh2- > *gena-, en í dæminu *gneh3- valdið kringingu
á undanfarandi *e, sem lengdist síðar við brottfall *h2 (> *gnö-). Um barkaopshljóð
má fræðast hjá Cowgill og Mayrhofer (1986:121-50) og Lindeman (1987).
18 Ég er þakklát Michael Weiss, Norður-Karólínuháskóla í Chapel Hill, fyrir að hafa
bent mér á þetta dæmi.
19 Tokkaríska sagnmyndin A khasdst hefur verið felld í þennan flokk (Lindeman
1971:10; Peters 1980:314; Jasanoff 1988:229, 232), en Olav Hackstein (1993) hefur