Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 136
134
Veturliði Óskarsson
is clearly the lack of evidence for Old Norse. It is not that all the
neccessary information doesn’t exist, it is simply inaccessible.
Magnús skoðar, eins og fyrr segir, 55 sagnir og ber saman fornmál
og nútímamál. Sá meinbugur er á athugun Magnúsar að staðfest dæmi
finnast ekki í fornmálinu um allmörg orð sem hann athugar og er því
samanburður milli málstiganna tveggja villandi. Þessi orð eru: blasa,
glápa, góna, grúa, há, hjara, hlúa, hvá, kúra, lá, lúra, móka, slóra,
og líklega einnig glóra. Hjara virðist fyrst koma fyrir á 16. öld, blasa,
glápa, góna, grúa, hvá og slóra á 17. öld, há ‘framkvæma’ er 17. aldar
nýmyndun úr heyja eftir þt./lh. þt. háði - háð, móka kemur fyrst fyrir
á 18. öld, hlúa er 18. aldar nýmyndun af hlýja eftir þt. hlúði, lá(st)
kemur fyrst fyrir á 17. öld (lá) og 19. öld (lást); kúra gæti verið mynd-
að af nafnorðinu kúra kvk., sem kemur fyrst fyrir á 17. öld (seðlasafn
Árnanefndar í Kaupmannahöfn hefur aðeins dæmi frá Noreen sem hef-
ur það úr nútímamáli); lúra er 16.-17. aldar tökuorð úr háþýsku (sbr.
Westergárd-Nielsen 1946:208; önnur ártöl eru úr íslenskri orðsifjabók
Ásgeirs Bl. Magnússonar, hér eftir ÁBM). Glóra þekkistekki sem sögn
í fornmáli.2 — Ekki er þar með sagt að þessi orð hafi ekki verið til í
fornu máli (það er þó nokkuð víst að því er varðar lúra); vel getur verið
að þau hafi einfaldlega ekki komist á bókfell fremur en margt annað.
Um sögnina glóra eru engin dæmi í fornmálsorðabókum né í seðla-
safni orðabókar Árnanefndar. Hún er hins vegar til í nútímaíslensku,
nýnorsku og sænskum mállýskum, og það bendir sterklega til þess að
hún sé forn, samnorræn sögn.
En auk þess sem Magnús tekur með ung orð, ræðir hann nokkur
orð sem í fornu máli töldust til annarra beygingarflokka en é-sagna,
þ. e. hinar upprunalegu ó-sagnir/d, má, skrá, spá, strá og þrá og
2 Ýmsar aðrar sagnir sem bera svip af é-sögnum eru aðeins þekktar frá síðari öldum.
Má þar til dæmis nefna kljást (16. öld, líklega ummyndun úr klá(st) sem mynduð er af
þt. kláða af kleyja < * klaujan (ja-sögn)), aga ‘vætla’ (17. öld), blakta (17. öld), dúa
(17. aldar nýmyndun af dýja eftir þt. dúði), hlá (17. öld), kjá (17. öld, e.t.v. < *kewðn
(ö-sögn)), spjá ‘spotta’ (17. aldar ummyndun úr spéa), tœja (17. öld), á (18. aldar
nýmyndun af œja), hrúka (18. aldar nýmyndun af kvk. Irníka), skrolla ‘skrölta’ (18.
öld), snjá(st) (18. öld), spúa (líklega 18. aldar nýmyndun af spýja), en oft er vafasamt
hvort beri að miða þær við fomar é- eða /a-sagnir.