Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 200
198
Orð aforði
rustikus ‘rusti, hávaðasamur maður’
skelliglúmur, -kjaftur ‘málugur, hávær maður’
tuðrutjaldur ‘hávaðasamur, grallalegur maður’
2.4.3 Fljótfær karlmaður, óstöðuglyndur karl
angurgapi ‘fífldjarfur maður’ (sjá 2.2.2)
bullustrokkur ‘flautaþyrill, froðusnakkur’
fáki, fákur ‘fljótfær maður’
flautaþyrill ‘óstöðuglyndur maður, sá sem er með hringlandahátt’
fluðrukollur, -veski ‘fljótfær, óðagotslegur maður’
flughani ‘fljótfær maður og laus í rásinni’
flumbrari ‘fljótfær maður’
gapi ‘fífldjarfur, óvarkár maður’ (sjá 2.5.5)
gasi ‘ofsafenginn og óvarkár maður’
glanni ‘fljótfær, fífldjarfur maður’
hani ‘fljótfær maður og óstöðugur í rásinni’
hvatabúss ‘fljótfær maður’
hlaupagosi ‘lausingi, óstöðugur maður’
höfuðhleypingur ‘maður óstöðugur í rásinni, glanni’
lausagopi ‘maður með óstöðugt skaplyndi’
lausalopi ‘ótraustur maður og laus í rásinni’
lausingi ‘léttúðugur maður’
soðlopi ‘flautaþyrill, ruglukollur’
2.4.4 Montinn karlmaður, spjátrungur, oflátungur, drambsamur karl
afturréttingur ‘uppskafningur, montinn maður’
buxnaskjóni ‘oflátungur, spjátrungur, látsari, spóki’
dindilhosi ‘montrass, rogginn, óábyggilegur maður’
drembildrútur ‘hrokafullur maður’
flottræfill ‘iðjuleysingi sem berst mikið á’
flysjungur ‘spjátrungur’
gleiðgosi ‘oflátungur, flysjungur’
fugl ‘spjátrungur’
gari ‘dramblátur maður’
gassi ‘spjátrungur, gortari’
gikkur, hrokagikkur ‘drembinn maður, oflátungur’ (sjá 2.5.1)
gissari ‘gortari’