Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 45
Breytileg orðaröð í sagnlið
43
Grundvallarbreytingin, sjálf endurtúlkunin, felst sem sagt í breytingu
á gildi færibreytunnar sem ræður því hvoru megin sagnarinnar fylliliðir
hennar standa, eins og sýnt er í (26).
(26) Málfræði A: Málfræði B:
So tekur fylliliði á undan sér: Já So tekur fylliliði á undan sér: Nei
En þetta er ekki eina breytingin. Ef svo væri, hyrfu allar OV-raðir
úr málinu um leið, því að ekki væri lengur nein leið til að leiða þær
út frá hinni nýju grunngerð. Þar með væri orðinn gífurlegur munur á
máli þeirra sem enn hefðu eldri málfræðina, og notuðu bæði OV- og
VO-raðir, og þeirra sem hefðu nýrri málfræðina, og notuðu eingöngu
VO-raðir. Halldór bendir á að skyndilegri endurtúlkun eins og þessari
eru þröng takmörk sett; hún má ekki leiða til þess að verulegur munur
verði á málfari eldri kynslóðarinnar (sem hefur málfræði A) og þeirrar
yngri (sem hefur málfræði B). Þess vegna verður að vera hægt að
leiða u.þ.b. sömu yfirborðsgerðir út frá málfræði B og málfræði A; en
afleiðslan verður augljóslega gerólík. í stað færslna til hægri, sem OV-
málfræðin notaði til að leiða út VO-setningar, verða að koma færslur
til vinstri, þannig að VO-málfræðin geti leitt út OV-setningar. Þetta er
sýnt í (27) og (28):
(27) a. OV-grunnur (Málfræði A): Eg mun [Si manninn séð hafa]
b. Afleitt: Eg mun [s) t, tj hafa séðj manninni ]
(28) a. VO-grunnur (Málffæði B): Eg mun [S1 hafa séð hana]
b. Afleitt: Eg mun [S1 hanai séðj hafa tj tfi
Það er auðvitað ljóst að breytingar á gildi einstakra færibreyta, eins
og dæmi er sýnt um í (26), mega ekki leiða til þess að fólk sem hefur
mismunandi gildi á viðkomandi færibreytu og lifir í sama málsamfélagi
á sama tíma hætti að skilja hvert annað. Hins vegar er ekki víst að
krafan um gagnkvæman skilning standi undir því sem á hana er lagt
í þessari greiningu. Athugið að ef gildi færibreytunnar snýst við, án
þess að nokkrar nýjar vinstri færslur komi til, „framleiðir“ málfræði B
hlutmengi af þeim setningum sem málfræði A gat „framleitt“; þ.e., VO-
raðirnar. Eldri kynslóðin á því ekki í neinum vandræðum með að skilja