Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 163
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
161
göngu í slíkum ritum er varhugaverð, svo ekki sé meira sagt. Jafnframt
undirstrika þau mikilvægi þess að menn byggi rannsóknarniðurstöður
á frumathugunum.
3. Lokaorð
Hér hefur verið rætt um é-sagnir og /-hljóðvarp í viðtengingarhætti
þátíðar. í fyrsta kafla var fjallað um greinargerð Magnúsar Fjalldals um
sama efni sem birtist í Griplu 1990 og nokkur grundvallaratriði í henni
gagnrýnd. í öðrum kafla var greint frá helstu einkennum é-sagna og
taldar þær sagnir sem þekktar eru og tilheyrðu þessum flokki í fornu
máli. Tilgangurinn var m.a. að minnaánauðsyn þess að skiljavelámilli
sagna sem eru upprunalegar í tilteknum beygingarflokkum í fornmáli
og svo hinna sem seinna hafa skipt um flokk eða eru tökusagnir eða
nýmyndanir frá síðari öldum. f þriðja kafla voru svo birt þau dæmi um
/-hljóðvarp í þessari beygingarmynd í óbundnu máli, sem fundust við
leit í seðlasafni fornmálsorðabókar Árnanefndar í Kaupmannahöfn og
í textasafni í eigu Málvísindastofnunar Háskóla íslands.
Við leit í söfnunum tveimur bættust þrjár sagnir við þær sem Magnús
Fjalldal (1990) hefur dæmi um úr handbókum, ná, spara og ugga,28
Fyrir utan hinar óreglulegu kaupa, segja og þegja ásamt hafa fundust
dæmi um /-hljóðvarpsmyndir í þrettán af 70-80 sögnum í fornu máli
sem nokkuð örugglega má telja upprunalegar ú-sagnir,29 þ.e. duga,
hotfa, ná, sama, skorta, spara, trúa, ugga, una, vaka, vara, þola og
þora. Engin dæmi fundust um /-hljóðvarp í vh.þt. af e-sögnum sem
hafa svipað hljóðafar og þessar, svo sem já, loða, luma, mara, svo
nokkrar séu nefndar, enda dæmi um sumar þeirra æði fá. Engin dæmi
fundust heldur um gæði af gá, sem Magnús hefur eftir Wimmer, og ekki
heldur um tyllði af tolla, sem þó hefur hljóðvarp í nútímamáli. Þessar
niðurstöður hvetja til enn frekari varkámi þegar rætt er um hljóðvarp í
vh.þt. é-sagna.
28 Spara sleppir hann víst viljandi þar sem hún fylgir ekki 3. beygingu veikra sagna
í nútímamáli. Sbr. grein Magnúsar, bls. 355.
29 Hljóðvarp kæmi vitanlega ekki fram í þeim sögnum sem hafa i eða í sem rótar-
sérhljóð, t.d. lifa, híma, klígja.