Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 95
En er þeir knjáðu þetta mál... “
93
‘kanna’ hefði verið mynduð afkvenkynsorðinu *knijö ‘könnun’(?), sbr.
frg. ö-sögnina *spahön (eða *spéhön) ‘spá’ af nafnorðinu *spahö (eða
*spéhö) ‘spá’ (sjá t. d. Ásgeir Bl. Magnússon 1989:930, sem taldi
sögnina spá nafnleidda). Þó er ekki hægt að benda á varðveitt nafnorð,
sem hefði verið tilvalið grunnorð.
4. Niðurstöður um so. knjá
Hér að framan hafa verið reifaðar þrjár hugmyndir um uppruna sagn-
arinnar knjá ‘ræða, hugleiða, rannsaka’ í orðasambandinu knjá mál.
Engin skýringanna er gallalaus, enda búa þær allar við þá fötlun, að
heimildir eru rýrar, og á það bæði við um varðveitt dæmi í íslenzkum
textum og samanburðarefni í skyldum tungum.
Fyrst var gerð grein fyrir þeirri útbreiddu skoðun, að sögnin knjá
hafi orðið til við áhrifsbreytingar, klofnað frá sögninni knýja ‘berja,
banka o. s. frv.’. Það hafi gerzt með þeim hætti, að fyrst hafi þt. kníði
fætt af sér nh. knía (og nýja nútíð), en síðar hafi orðið til þátíðin
kníaði og flutningi sagnarinnar til beygingarflokks ö-sagna þar með
verið lokið. Þessi leið hefur þann kost, að ekki er leitað langt yfir
skammt, heldur leitað norrænnar skýringar á uppruna so. knjá, sem ekki
eru þekkt dæmi um utan íslenzka orðasambandsins knjá mál. Á hinn
bóginn er sá galli á gjöf Njarðar, að það er harla ósennilegt, að ungar
áhrifsmyndir hafi snemma orðið bundnar við einangrað orðasamband.
Ef þessi áhrifsbreytingaskýring ætti við rök að styðjast, mætti búast
við mun fleiri dæmum af taginu kníaði/knjáði og það dæmum með
merkingu móðursagnarinnar knýja ‘berja, banka (á dyr); reka, þrýsta
áfram; þvinga, neyða’.
í grein 2.2 var fjallað um þá hugmynd, að so. knjá sé sjálfstæð sögn af
frie. rótinni *gen- ‘þrýsta’; hún sé þá rótskyld so. knýja. Ef þessi lausn
er valin, þarf að gera ráð fyrir, að sögnin hafi í upphafi haft einhvers
konar ofbeldis- eða áreynslumerkingu. Það eru engin örugg dæmi þekkt
um þá bókstaflegu merkingu sagnarinnar í íslenzkum heimildum og alls
óvíst, að so. hnjá ‘baga, há’ og orðasamböndin hnjá hnöttinn og hnjá
hnökkum hafi nokkurt gildi í þessu máli. Það hlýtur að teljast ókostur,
að með þessu móti er farin krókaleið, endurgerð sögn með merkinguna