Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 69
GUÐRÚN ÞÓRH ALLS DÓTTIR
„En er þeir knjáðu þetta mál
Af sögnunum knjá og knýja
0. Inngangur
í þessari grein verður fjallað um uppruna forníslenzku sagnarinn-
ar knjá, sem varðveitt er í orðasambandinu knjá málSagt verð-
ur frá heimildum um sögnina í fornum textum og raktar hugmyndir
fræðimanna um tilurð hennar, en flestir hafa talið hana hafa klofnað
frá sögninni knýja við áhrifsbreytingar og merkinguna hafa breytzt úr
‘berja, banka o. s. frv.’ í ‘ræða, hugleiða, rannsaka’. Hér verða leidd
rök að því, að álitlegra sé að taka merkinguna ‘rannsaka’ bókstaflega
og tengja so. knjá við indóevrópsku sagnrótina *gneh3- ‘þekkja, vita’.
Þá megi gera ráð fyrir, að merking sagnanna knjá ‘kanna’ (< frg. *knij-
an) og físl. 3. p. et. kná ‘kann’ (frg. nh. *knéjan) tengist á sama hátt
og merking sagnanna kanna og kunna\ þessar fjórar sagnir séu allar
leiddar af sömu rót.
1. Heimildir um so. knjá
í Ólafs sögu helga í Heimskringlu er sagt frá tilraun Ólafs konungs
til að komast til áhrifa á íslandi. Hann sendi Þórarin Nefjólfsson þeirra
erinda að komast yfir Grímsey, en Einar Þveræingur svaraði með einni
frægustu ræðu íslandssögunnar, sem lýkur með þessum orðum: „Ok
1 Greinin er byggð á tveimur fyrirlestrum um sama efni. Hinn fyrri var nefndur
»En er þeir knjáðu þetta mál...“ og fiuttur á Rask-ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins
í Reykjavík 22. janúar 1994, og hinn síðari, ,,"En er þeir knjáðu þetta mál ..." Old
Norse knjá and knýja: one verb or two?“, fluttur á ráðstefnu við Texasháskólaí Austin
30. maí 1994 (Thirteenth East Coast Indo-European Conference). Ég þakka áheyrend-
um mínum á báðum ráðstefnunum fyrir gagnlegar ábendingar, ekki sízt Jay Jasanoff
fyrir skoðanaskipti á ýmsum stigum málsins. Athugasemdir Sigurðar H. Pálssonarog
tveggja ónafngreindra ritrýna íslensks máls, sem lásu greinina í handriti, færðu margt
til betri vegar, og kann ég þeim beztu þakkir fyrir.
íslenskt mál 16-17 (1994—95), 67—98.© 1996 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.