Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 96
94
Guðrún Þórhallsdóttir
‘berja’, ‘hnoða’, ‘klípa’ eða þ. h., sem hefur eingöngu varðveitzt í
yfirfærðu merkingunni ‘ræða, hugleiða, rannsaka’ í orðasambandinu
knjá mál.
Loks var lögð fram ný skýring á uppruna so. knjá í grein 3, þar
sem hún var leidd af frie. rótinni *gneh3- ‘þekkja, vita’. Einkum var
knjá tengd /%-viðskeyttri nútíð með þanstig rótar, frie. *gnéh^-ie/o-
> frg. *knejan (sbr. fe. cnáwan ‘vita’ (e. know), físl. kná ‘get, kann’).
Hljóðskiptamynztur rótarinnar virðist ekki leyfa, að so. knjá sé rakin
beint til hvarfstigsmyndar í frumindóevrópsku (t. d. frg. *knijan < frie.
*gnihy %-), og því er líklegra, að sögnin geymi hvarfstig, sem orðið
hefur til við áhrifsbreytingu á forsögulegum tíma. Ekki er með vissu
hægt að segja til um, hvenær það hefur gerzt eða með hvaða hætti,
þar sem sáralitlar heimildir eru til samanburðar í germönskum málum
um sagnir með sömu byggingu og *knéjan leiddar af „Narten-rótum“
á borð við frie. *gneh-i~. Hins vegar sýna frumgermönsku sagnapörin
*déjan : *dijan og *féjan : *fijan það mynztur sérhljóðanna *é og *i,
sem viðbúið er í parinu *knéjan : *knijan, svo að þar er e. t. v. að finna
fyrirmynd að sögninni *knijan eða áhrifavald um þróun hennar.
Sú ályktun um eðli áhrifsbreytinga, að fremur sé von á fornlegum
myndum í sjaldgæfu orðasambandi en ungum áhrifsmyndum, styrkir
síðastnefndu lausnina. Þessi leið gefur so. knjá miklu lengri tíma til
að þróast og einangrast í orðasambandinu knjá ntál en sú aðferð að
kljúfa hana frá so. knýja. Það er auk þess kostur að geta rakið sögnina
til frie. rótarinnar *gnehj,- ‘þekkja, vita’ og gert ráð fyrir sams konar
merkingartengslum frg. *kttéjan ‘kunna’ og frg. *knijan ‘kanna’ og
íslenzku sagnirnar kunna og kanna bera vitni.
Niðurstaðan úr þessari rannsókn er sú, að sögnin knjá hafi fram
til þessa verið höfð fyrir rangri sök; hún hafi að ástæðulausu verið
sökuð um að beita andlagið mál líkamlegu ofbeldi. Hér verður hún
ekki grunuð um saknæmari hneigðir en fróðleiksfýsn, og sá úrskurður
sýnist því réttmætari, því lengur sem þetta mál er knjáð.