Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 213
Ritdómur
211
eru þessi hugtök notuð (samkvæmt atriðisorðaskránni) á bls. 428, þar sem segir um
Ferðasögu Áma Magnússonar frá Geitastekk að ,,[t]almáls- og ritmálsáhrif [skiptist]
talsvert á innan textans", án þess að þessi áhrif séu nánar skilgreind eða lesandinn hafi
einhverja skilgreiningu frá höfundunum sem hann getur notfært sér. Að sjálfsögðu má
gera ráð fyrir að lesandi hafi einhverjar hugmyndir um einkenni talmáls og ritmáls
hvors um sig og þær hugmyndir geta verið skýrar og réttar. En betra hefði verið að
fjalla um þessi einkenni öll á einum stað.
Annað hugtakapar sem talsvert er notað án þess að alltaf sé Ijóst hvað í því felst
formlega er „hástíll" og „lágstíll“. Enn fremur er greint frá ýmsum stfltegundum sem
menn hafa gert ráð fyrir í rannsóknum á íslenskum fomtextum (bls. 169 o. áfr.), svo
sem „lærdómsstfl", „alþýðlegum stfl“, „hefðarstfl“ og „skrúðstfl". Þótt það verði ekki
skrifað á reikning höfundanna, heldur fyrst og fremst á reikning þeirra sem hafa búið
þessi hugtök til, virðist svo sem býsna óljóst sé oft um einkenni þessara stfltegunda
hverrar um sig eða um hvemig greina megi á milli þeirra.
Að sjálfsögðu em höfundum ljósir annmarkamir á mörgum af þessum stfltegunda-
hugtökumog benda á þá, m.a. á bls. 82 o. áfr. Þeim er raunar mikil vorkunn,því ekki er
við að styðjast neinar kerfisbundnar málfræðilegar athuganir á mun talmáls og ritmáls
t.a.m. Þær setningafræðilegar athuganir sem til em gera að jafnaði ekki neinn greinar-
mun ritaðs og talaðs máls og eru væntanlega að mestu bundnar við ritmálið. Það vekur
þó nokkra furðu að ekki skuli vitnað til nýlegra rannsókna í íslenskri setningafræði í
kafla sem ber heitið „Orðaval — orðflokkar- orðskipun" (bls.80-106). Vel hefði mátt
hafa þargagn af athugunum eins og kandídatsritgerðumEiríks Rögnvaldssonar(1990),
Halldórs Ármanns Sigurðssonar(1994) og Friðriks Magnússonar(1990). Og hvað sem
því líður má telja víst að almenn skýrari grein fyrir tveim hliðum stflfræðinnar, þeirri
formlegu og þeirri „félagslegu" hefði verið til bóta.
Raunar virðast höfundar hafa alla burði til þess að sökkva sér ofan í grundvallar-
vandamál af þessu tæi. Þeir nota stundum hugtök sem undirritaður þekkir ekki annars
staðar frá, en sýnast býsna gagnleg. Hér má nefna hugtakið stílvilji, sem virðist hið
gagnlegasta orð, og höfundar bregða því oft fyrir sig. Þetta orð er vel til þess fallið að
greina frá þeirri gmndvallarafstöðu sem hver sem stingur niður penna verður að taka.
Allir sem skrifa eða tjá sig hafa val um stfl eða tjáningarmáta, og kosturinn sem valinn
er lýsir stflviljanum. Þetta getur átt við um val milli einstakra orða, svo sem tveggja
samheita með mismunandi stflblæ, eða val á einhverri „stfltegund" sem höfundur texta
leggur sig eftir. í seinni hluta bókarinnar, „íslenskri stflsögu“, kemur þetta hugtak ekki
síst að notum, t.a.m. þegar greint er frá togstreitu milli málhreinsunar og eftirgjafar
gagnvart erlendum áhrifum. í því sambandi mætti snúa út úr fleygum orðum og segja:
„stflvilji er allt sem þarf‘. Það var t.a.m. stflvilji þeirra sem endurlífguðu íslenskt ritmál
á 19. öld að skapa nýtt á fomum gmnni. Það var þessi vilji sem lagði grunninn að nú-
tíma ritmáli. En svo gagnlegt sem þetta hugtak virðist vera hafa höfundar ekki hirt um
að taka það upp í atriðisorðaskrá. Vera má að meðfædd, eða „valin“, hógværð höfunda
ráði hér ferðinni, þannig að hugtak sem þeir hafa sjálfir búið til fái ekki þegnrétt í
atriðisorðaskrá.