Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 77
En er þeir knjáðu þetta mál...
75
Ásgeir Bl. Magnússon 1989:484). Hliðstæð dæmi eru sagnir eins og
*spáa, þt. spáði, eða glóa, þt. glóði:
: nh. glóa
: nh. X;
þt. glóði
þt. kníði
X = *knía
Með hlutfallsjöfnunni að ofan er þó ekki öll sagan sögð, því að sögnin
knía hlýtur jafnframt að hafa skipt um beygingarflokk, flutzt úr flokki
ýa-sagna, þar sem sögnin knýja, kníði átti heima, yfir til ö-sagna (*knía,
þt. kníaði, og síðar trúlega með samdrætti knjá, þt. knjáði). Til að skýra
tilurð þátíðarinnar kníaði mætti gera ráð fyrir annarri áhrifsbreytingu
(áhrifum ö-sagna), sem enn má lýsa með jöfnu:
nh. sía : þt. síaði
nh. *knía : þt. X; X = kníaði
Vitanlega þarfnast merkingartengslin milli knýja ‘berja, banka (á
dyr); reka, þrýsta áfram; þvinga, neyða’ og knía/knjá ‘ræða, hugleiða,
rannsaka’ einnig skýringa, en um þá hlið málsins hefur lítið verið
ritað. Þróuninni var lýst svo í orðsifjabók De Vries: ,,‘klemmen’ >
‘mit eifer betreiben’ > sich ernstlich bemuhen um’“ (1962:321), sem
snara mætti sem ‘klípa’ > ‘vinna að/reka af krafti’ > ‘leggja sig allan
fram um’. Ekki svarar þessi lýsing öllum spurningum, sem vakna um
merkingarþróunina, og væntanlega þyrfti að bæta við einu skrefi enn
eða fleirum til að fá fram merkinguna ‘ræða, hugleiða, rannsaka’.
2.1.2 Mótrök
Þess var getið hér að framan (1.1), að í öllum dæmunum fjórum um
so. knjá í seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn tekur
sögnin andlagið mál. Dæmaseðlarnir um so. knýja eru að sjálfsögðu
áhrifsbreytingu. Úr þessari athugasemd Noreens má þá lesa: „prat. kníþa (nach dem
analogisch inf. knía)“ eða „prat. kníþa (nach dem analogischer inf. knía)“. Sturtevant
virðist hafa lagt aðra merkingu í orð Noreens, túlkað þau svo: „prat. kníþa (nach dem
analogischen inf. knía)“; hafi Noreen þá ekki talið þt. kníþa hljóðrétta, heldur leidda
af analógíska nafnhættinum knía. Vegna þessa skilnings — líklega misskilnings —
andmælti Sturtevant Noreen og hélt sjálfur fram þeirri skoðun, að þt. *kniwiðö > físl.
kníða væri hljóðrétt þróun, en nh. knía áhrifsmynd.