Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 196
194
Orð aforði
2. Illa klœddur karlmaður, illa útlítandi karl
glænapi ‘maður sem klæðir sig illa gegn kulda’
júði ‘larfalúði’
kjóabringa ‘maður með hvítt um hálsinn og glænepjulega búinn’
kurfur ‘durgslega klæddur maður’
kúsi ‘ólögulega klæddur maður’
iarfalúði ‘maður tötralega til fara’
lirfa ‘druslulegur maður’
luri ‘luralegur maður’
riflingur ‘tötralegur maður’
tötrabassi ‘tötrum klæddur (gildvaxinn) maður’
útskryppi ‘maður sem er illa til fara’
3. Vesœldarlegur karlmaður, vœskill
af(h)rapi ‘örvasa maður, vesalingur’
afturkreistingur ‘vanþroska dýr eða maður’
afstyrmi ‘aumingi, afturkreistingur’
arlaki, árlaki, örlaki ‘vesæil maður og kraftlítill’; ‘vanmetaskepna’
(sjá 2.3.4)
aukvisi ‘aumingi, örkvisi, væskill’
bjálfi ‘vesalingur, vesalmenni, heilsuleysingi’ (sjá 2.5.5)
gepill ‘lítilfjörleg persóna, auli, væskill’ (sjá 2.4.1)
hismi ‘vesældarlegur maður’
kopi ‘táplítill, vesældarlegur maður’
kósi ‘lélegur maður’; ‘vesældarleg skepna’
kramarmaður ‘farlama og vesæll maður’
krebeygja, krébeygja ‘vesæll og burðarlítill maður’
kreða ‘vesældarlegur maður og kulvís’
kreyma ‘vesæll, vanheill maður’
körbeygja, kurbeygja ‘vesældarlegur maður’
leyma ‘væskill, aumingi’
löðurmenni ‘kraftlítill maður, vesalmenni, ræfill’ (sjá 2.5.2)
ógerð ‘afturkreistingur, vesalingur’
píslarormur, -krákur, -ungi ‘ræfilslegur maður’
taðláki, -lákur ‘væskill, ónytjungur til vinnu’
votút ‘vesaldarlegur maður, þroskalítill’; ‘seinþroska og korguleg
skepna’