Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 85
„En erþeir knjáðu þetta mál... “
83
orðunum -gnjá, Gná og gnýja eða núa.
Meðal annarra tillagna Ásgeirs unr uppruna so. hnjá er skyldleiki við
so. hnöggva ‘slá, hrinda, höggva(af)’ (físl. hnöggva < *hnewwan með
rótargerðina frie. *kneu- af frie. *ken- ‘skrapa, slá, mylja’) (1989:356);
hnjá er þá endurgerð (frg.) *hnewön og hefur samkvæmt því ekki haft
frumgermanskt eða norrænt *kn-. Ásgeir taldi þessa skýringu tæpast
eiga við, og ljóst er, að með henni væri ekki gert ráð fyrir beinum
tengslum so. hnjá við knýja og frie. rótina *gen-.
Auk þess nefndi Ásgeir þann kost, að so. hnjá hefði þróazt hljóðrétt úr
físl. knía/knjá, þ. e. þeirri, sem hefði orðið til sem hliðarmynd við knýja.
Orð hans, „Tæpast < *hnewön, sk. hnöggva, eða < knía (tvímynd af
knýja), sbr. þó að h. hnöttinn og h. hnökkum“ (1989:349), mætti túlka
þannig, að höfundur hefði talið a. m. k. hugsanlegt, að sögnin knía/knjá
væri varðveitt í þessum orðasamböndum. Þessi hugmynd er þó ekki
nefnd í skýringum Ásgeirs við orðtökin undir so. njá (1989:670, sjá
hér að framan).
2.2.2 Ályktanir um tengsl nísl. hnjá við físl. knía
Það er óhætt að taka undir þau orð Ásgeirs Bl. Magnússonar, að upp-
runi sagnarinnar hnjá ‘baga, há’ sé óljós. Þær skýringartilraunir, sem
settar eru fram í bók hans, eru illsannanlegar, þar sem fornmálsheimild-
ir skortir og ekki síður samanburðarheimildir úr skyldum tungumálum.
Auk þess er óvíst, að so. (h)njá í orðtökunum hnjá lmöttinn og hnjá
hnökkum eigi sama uppruna.
Það er t. d. ekki öruggt, að orðtakið hnjá hnöttinn hafi verið stuðlað í
upphafi (*kná knQttinn eða *knjá knQttinn), heldur má vera, að físl. *njá
knQttinn eða nísl. *njá hnöttinn hafi tekið upp stuðlun eftir á og úr því
orðið hnjá linöttinn. Afbrigðið njá nöttinn (OHT, sjá dæmasafn í grein
2.2.1) er enn fremur hægt að túlka þannig, að það sýni glöggt viljann
til að fá fram stuðlun, en þar hafi h- verið fellt niður úr nafnorðinu.
Loks má gizka á, að afbrigðið núa hnöttinn hafi verið útbúið til að gera
merkingu skýrari, en sögnin njá hefur sennilega verið sjaldgæf.
Það kann að vera rétt skýring, að sögnin njá ‘nudda’ sé skyld so. gnýja
og sé þá e. t. v. komin úr frg. *gnewön eða *gnawen (í síðara tilvikinu