Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 162
160
Veturliði Óskarsson
Magnús Fjalldal nefndi í grein sinni sjö sagnir í flokki é-sagna sem í
nútímamáli geta tekið /'-hljóðvarpi í vh.þt. (dygði, tylldi, tryði, vekti,
yndi, þyldi, þyrði) og níu í fornmáli (dygði, gæði,27 hyrfði, skyrti, trýði,
vekði, ynði, þylði, þyrði).
Það er nokkuð ljóst að /-hljóðvarp hefur aldrei verið algilt í vh.þt. í é-
sögnum í fomu máli. í athugun þeirri á fornmálstextum, sem hér hefur
verið greint frá, fundust þó dæmi sem sýna að meira er um hljóðvarp en
ætla mætti af því sem fram kemur í grein Magnúsar Fjalldals. Magnús
lætur þess með réttu getið að vitneskja um þessar sagnir í forníslensku,
og einkum um form þeirra í vh.þt., liggi ekki á lausu og varar við
því að kennslu- og handbækur um fornmálið séu teknar of bókstaflega
að því er varðar /-hljóðvarp í vh.þt. Viðbótardæmi þau sem fundust í
seðlasafni Árnanefndar og textasafni Málvísindastofnunar eru ótvíræð
(en kannski nokkuð kaldhæðnisleg) staðfesting á orðum Magnúsar. Þau
em ekki - fremur en margt annað — nefnd í kennslubókum og hand-
bókum um fornmálið, og þótt ekki séu þau mörg vitna þau glögglega
um það að sú aðferð að leita upplýsinga um atriði af þessu tagi ein-
myndir, þ. á m. vh.þt. Eftirfarandi dæmi um /-hljóðvarp komu fram (í sumum tilfellum
gefur OreSnik upp fjölda þeirra sem nefna hljóðverptu myndirnar): dygði, lefði (af lafcr,
2, annar hikandi), segði, sterði (af starœ, 1, hikandi), skyrti (2), tryði, tylldi (6), þyldi
og þyrði. — Að auki nefnir Oresnik orðmyndina lyddi (af loðá) sem Stefán Einarsson
virðist gera ráð fyrir (1949:88, „loða stick to, loði, loddi, (y), loðað“). Orðmyndimar
lefði, sterði og skyrti eru allar vafasamar sem dæmi um nútímamál, og veldur því bæði
takmarkaður fjöldi þátttakenda og ekki síður hversu fáir þeirra nefndu þessar myndir.
Orðmyndin lyddi verður líka að teljast nokkuð vafasöm, enda virðist hennarekki getið
nema sem ypsilons innan sviga hjá Stefáni. Hann kann þó að hafa þekkt hana og er
í þessu sambandi rétt að minna á orðmyndina trýddir, sem fyrir kemur í safninu hér
að framan, að vísu sem retórískt rímorð við hlýddir (,,lyddir“). — Þess má og geta
að Bruno Kress (1982:139) telur að lafa og loða fái /-hljóðvarp í vh.þt. í nútímamáli
(lefði, lyddi), auk 11 annarra sem hann tiltekur (og þriggja sem ekki em upprunalegar
é-sagnir, fiá, sá og þvo): duga, hafa, ná, segja, trúa, tolla, vaka, una, þegja, þola og
þora. — Eins og fram hefur komið hér á undan em ekki þekkt dæmi um hljóðverptan
vh.þt. af lafa, stara eða loða í fornum textum.
27 Engin dæmi finnast hjá AMKO eða í textasafni Málvísindastoftiunar um vh.þt.
gæði af gá, sem Magnús tekur upp eftir Wimmer (1889) sem ekki getur heimildar. Þess
má geta að Noreen hefur ekki heldur dæmi um þessa mynd, og hana er raunar hvergi
að finna í orðabókum né öðmm skrám sem mér er kunnugt um.