Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 207
205
Orð aforði
mannleysa ‘rola, ómenni, kraftasmár maður’
mannræna ‘ónytjungur’
mélbein ‘lingerður maður’
mélráfa, mjölráfur ‘seinvirkur maður, rola’
mubbudyndill ‘ónytjungur, dugleysingi’
ómenni ‘mannleysa, vesalmenni’
ónytjungur ‘duglaus maður, slæpingi’
peysa ‘rola, skræfa’
púðurhlunkur ‘latur maður, letihlunkur’
ráfulangur, -kóngur ‘rola’
roðgúll, -hundur ‘manngarmur’
rolumenni (engin skýring í OM)
rýna ‘rola, lítilfjörleg persóna’
setuprestur ‘maður þungur til vinnu’
sigakeppur ‘seinfær, silalegur maður’
silakeppur ‘seinlátur maður, letingi’
skaufi ‘lítilfjörlegur (smávaxinn) maður’; ‘lélegur kálfur eða hrútur’
skjáhrafn ‘maður seinn til verka’
skrykkildi ‘lítilfjörlegur maður, aumingi’
skúta ‘kjarklaus maður, skræfa, aumingi’
slarfi ‘trassi, seinlátur maður’
slanni ‘skussi, mannleysa’
slinni ‘linur maður og viðbragðsseinn’
slóði ‘duglítill maður, ónytjungur’
slugsari, slussari ‘hægferðugur maður’
teygða ‘mannleysa, lydda’
tufa ‘rola’
taðsekkur ‘seinlátur maður, slóði’
turfa ‘duglaus maður, linjumenni’
vepja ‘linur og kjarklaus maður’
véri ‘rolumenni, heimótt’
2.5.4 Maður fastheldinn á fé
búri ‘nískur maður, nirfill’ (sjá 2.4.1)
féníðingur ‘nirfill, svíðingur’
grútarháleistur, -nefur, -sál ‘svíðingur, nirfill’