Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 212
210
Ritdómur
sýna frekar en boða. Frásögnin er „hlutlæg" og höfundamir tiltölulega ijarlægir og láta
lítið á sér bera. (Til marks um þetta er það að lesandinn verður ekki var við að tveir
menn hafi skrifað bókina og verður að fietta upp í sérstakri greinargerð aftan á titilsíðu
ef hann vill komast að því hvor hefur ritað hvað.) Höfundamir taka ekki afgerandi
afstöðu, né gera tilraun til að höggva á fræðilega hnúta.
Þetta getur þó ekki bara talist jákvætt einkenni á verkinu, einkum þegarlitið er á fyrri
hluta bókarinnar. Þar hefði undirritaður vel getað hugsað sér að sjá meiri átök og meiri
tilraun til þess að taka efnið fastari tökum. Fyrri hlutinn er að miklu leyti endursögn
ýmissa (oft sundurleitra og -lausra) kenninga sem menn hafa sett fram. Þar er að finna
kafla sem bera heiti eins og: „Ágrip um mælskufræði" og er þar átt við klassíska
mælskufræði, „Stiklur um sögu nútímastílfræði" og „Stílbragðalisti". Einnig em þar
kaflar sem fjalla sérstaklega um „Rökræðu- og áróðursstílfræði“ og „Bókmenntalegfaj
stflfræði“. Einnig kemur í miðri frásögn kafli sem heitir „Frá höfundi til lesanda". Þótt
í fyrri hlutanum sé að finna heilmikinn fróðleik og ljóst sé að höfundamir hafa kynnt
sér mikinn fjölda rita sem fjalla um stflfræði, hefði að mínu mati vel mátt kafa dýpra.
Aðferð höfundanna, sú að greina ffá hugmyndum annarra, verður til þess að lesanda
finnst sem hann hafi hvergi fast land undir fótum, og að höfundamir hefðu getað létt
meira undir með honum við að skapa sér þá heildarmynd sem hann óhjákvæmilega
sækist eftir.
Til að mynda hefði það verið til mikils skýrleiksauka ef höfundamir hefðu gert
grein fyrir ýmsum grundvallarforsendum stílfræðilegrar umfjöllunar áður en farið
er að segja frá ólíkum kenningum um stflfræði. Það rennur smám saman upp fyrir
lesandanum, án afgerandi stuðnings frá höfundunum, að hægt er að nálgast efnið á
a.m.k. tvennan hátt. Annars vegar má greina formleg (eða málleg) einkenni stfls. Sem
dæmi um slíkt er umfjöllun um setningalengd og ýmis önnur málleg einkenni, einnig
notkun stflbragða og orðaval. Hitt sjónarmiðið er hið félagslega, í víðum skilningi. Þar
era not fyrir hugtök eins og „stfll embættismanna", „stíll íslendingasagna“, „lærður
stfll“ o.s.frv. Þama er stíll greindur eftir umhverfi eða hlutverki. Sem kunnugt er er
það ein af grandvallarstaðreyndum um mannlegt mál, að samband merkingar eða
hlutverks (m.ö.o. innihalds) og útlits er frjálst (arbítrert), en ekki lögmálsbundið. Ekki
er ástæða til að ætla að þessu sé öðravísi varið hvað varðar val á stíl. Það er væntanlega
ekki lögmálsbundið í þessum skilningi að íslendingasögur nota stuttar setningar. Það
er formlegt einkenni á þeim, en örlögin hefðu e.t.v. getað hagað því öðruvísi, eða
hvað? Höfundar hefðu vel mátt gera betri greinarmun formlegra þátta annars vegar og
hlutverks og aðstæðna (fúnksjónar) hins vegar.
Meðal orða sem oft koma fyrir í umfjöllun höfunda (ekki bara í fyrri hlutanum,
heldur vítt og breitt um bókina) eru orðin „talmálsstfll" og „bókmálsstíll“. Orðin tákna
samkvæmt eðlilegum skilningi aðgreiningu í hinni „félagslegu" vídd. Talmál er notað
við vissar aðstæður, og bókmál við aðrar. Þetta segir ekkert um formlegan mun talmáls
og ritmáls. Orð höfunda má þó oft túlka svo sem ljóst sé hver séu einkenni hvors
um sig. Um ræðu Bjarts í Sumarhúsum segir á bls. 140 að hún hafi „á sér svolítinn
talmálsblæ", án þess að útskýrt sé í hverju sá blær sé fólginn. Að vísu er gefið dæmi, en
lesandanum er látið eftir að greina milli talmáls- og bókmálseinkennanna sjálfur. Næst