Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 74
72
Guðrún Þórhallsdóttir
þá túlkun; þótt ‘í’ tákni oft hljóðanið /í/ í þessu handriti, væri þetta ekki
eina dæmið um brodd yfir óatkvæðisbæru j, sbr. dæmið íomsvikinear
‘Jómsvrkingar’ (92,12). Þegar handritið sjálfter athugað, kemurreynd-
ar í ljós, að á orðmyndinni knÍQpv byrjar langur broddur hátt yfir i?-inu
og endar niðri til vinstri yfir fyrri legg n-sins. í handritinu eru víða langir
broddar, sem enda alllangt til vinstri við bókstafinn, sem þeir eiga við,
og í þessu tilviki er ekki óhugsandi, að skrifarinn hafi sett brodd, sem
átti við ‘q’ í knjóðu, svo langt til vinstri, að útgefendur umriti knÍQþv.
Af þessum sökum er sú skoðun ekki alls kostar sannfærandi, að af
so. knía hafi eingöngu komið fyrir myndir með hljóðgapi. Það er á hinn
bóginn líklegt, að myndirnar beri merki um samdrátt, svo að eðlilegra
er að telja so. knía hafa þróazt á sama hátt og so.fría, sem dróst saman
ífrjá.
2. Skýringar á uppruna so. knjá
2.1 So. knjá sem afsprengi so. knýja
Ef leitað er að skýringum á uppruna sagnarinnar knía eða knjá, er það
að sjá, að margir fræðimenn séu sammála um upprunann. Það má heita
viðtekin skoðun, að sögnin sé afsprengi sagnarinnar knýja ‘berja, banka
o. s. frv.’. Myndir með í (*knía) eru sagðar hafa orðið til út frá þátíð
sagnarinnar knýja. Þetta er t. d. eina skýringin, sem nefnd er í íslenskri
orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:484) og orðsifjabók
De Vries (1962:321).
2.1.1 Saga so. knýja og meint tengsl við so. knjá
Sögnin knýja er í flokki germanskra orða með klasann kn- í framstöðu
og merkingu, sem tengist þrýstingi, barsmíðum, áreynslu o. þ. h. Þessi
fjölskylda orða er rakin til indóevrópskrar rótar, frie. *gen- ‘þrýsta
saman, klípa,... ’, sem birtist með ýmsum rótaraukum og það einkum í
germönskum, baltneskum og slavneskum málum (t. d. frie. *gn-eibh-
að baki físl. no. knífr, frie. *gn-et- að baki fhþ. so. knetan ‘hnoða’, físl.
knoða, fksl. gnesti ‘þrýsta’). Rótarafbrigðið frie. *gn-eu- kemur fram
í físl. so. knýja og auk þess í fe. so. cnú(w)ian ‘steyta í mortéli’, físl.
knúi kk. o. fl. orðum (Pokorny 1959:370-73).