Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 89
En erþeir knjáðu þetta mál... “
87
ý%-viðskeyti, en ólík hljóðskiptastigrótar (frie. *gnehyie/o-, sbr. fksi.
znajQ 'þekki, veit’, frie. *gnéhyje/o-, sbr. fe. cnawan ‘vita’ (e. know),
físl. kná ‘get, er fær um, kann’).
Af þessum aðferðum er hin síðastnefnda, nútíð með i%-viðskeyti,
líklegust til að eiga við so. knjá, og er rétt að víkja að uppruna ie/0-
viðskeyttu nútíðarinnar.
3.2 Uppruni yviðskeyttrar nútíðar
Ef sögnin knjá er endurgerð sem frg. *knijön (eða *knijan og sögnin
þá talin hafa skipt um beygingarflokk) og hún talin tengd núþálegu
sögninni kná ‘get, kann’ (frg. nh. *knéjan), er eðlilegt að líta til hlið-
stæðra sagnapara í frumgermönsku, þ. e. frg. *dijan ‘gefa að sjúga’
við hlið *déjan ‘s. m.’ (leiddar af frie. rótinni *dheh\- ‘sjúga, gefa
að sjúga’) og frg. *fijan ‘hata’ við hlið *féjan ‘álasa’ (leiddar af frie.
rótinni *peh\- ‘særa, álasa’). Myndun þeirra má skýra samkvæmt ný-
legum kenningum um hljóðskiptamynztur nútíðar indóevrópskra sagna
og hljóðþróun í frummálinu, þar sem gert er ráð fyrir, að /%-viðskeytt
nútíð hafi myndazt af nútíð með viðskeytið *-i- og hljóðskipti í rót í
beygingunni (nt. et. *CeC-i-: nt. ft. *CC-i-, sbr. Jasanoff 1979:88-89).
Út frá þessu mynztri varð síðar til nútíð með viðskeytið *-ie/0-, þegar
temasérhljóðið *-e/0- bættist við /-ið (*CeC-ie/o-). Rætur, sem enduðu
á barkaopshljóði, eins og þær sem hér um ræðir, höfðu sams konar
beygingu (nt. et. *CeH-i- : nt. ft. *CH-i-). Hins vegar urðu hljóðavíxl,
ef samhljóð fór á eftir *-i- í fleirtölumyndum slíkra sagna, þannig að
/-ið og barkaopshljóðið skiptu um sæti (*CH-i-C- > *CiH-C-) og fram
kom ný tegund af hvarfstigi. Af hinu nýja hvarfstigi (*CiH-) var loks
hægt að mynda nýtt grunnstig, *CeiH-.
Af þessum sökum gat sama rót (t. d. frie. rótin *dheh\- ‘sjúga, gefa
að sjúga’) birzt í eftirtöldum fjórum myndum: *dheh\-i- : *dhli\-i- :
*dhih\- : *dheih\-. Af grunnstiginu var mynduð nútíðin *dheh\-ie/0-
> lettn. déju ‘sýg’, arm. diem ‘s. m.’, fhþ. táen ‘gefa að sjúga’. Annars
konar nútíð var leidd af hvarfstiginu: *dhh\i-ie/0- eða *dhih\-e/0- >
nýlega lagt til, að sú sagnmynd sé í raun ekki nútíðarmynd, heldur þátíð (Práteritum
III).