Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 15
Eigin(n)
13
Beygða orðið hefði þá mjög ófiillkomið beygingardæmi; það væri að-
eins notað í nf./þf.hk.et. (eigið) og kannski í nf./þf.kk.et., nf.kvk.et. og
nf./þf.hk.ft. Annars staðar væri notað óbeygða orðið eigin. En í raun
skiptir litlu hvort þetta er túlkað sem eitt eða tvö orð.
í (4) eru sýnd nokkur dæmi um eigin(n) í samhengi, en beyging
orðsins miðast við beyginguna í töflu 3. Lesendur geta þá borið dæm-
in saman við eigin máltilfmningu.
(4)a. Kötturinn fer sínar eigin leiðir (óbeygt; þf.kvk.ft.)
b. Ég sá þetta með eigin augum (óbeygt; þgf.hk.ft.)
c. Það gerðist við útskrift minnar eigin dóttur (óbeygt; ef.kvk.et.)
d. Hann býr í eigin húsnæði (óbeygt; þgf.hk.et.)
e. Þetta eru mínir eigin peningar (óbeygt; nf.kk.fit.)
f. Hún ber hag síns eigin flokks fyrir brjósti (óbeygt; ef.kk.et.)
g. Eigið fé fýrirtækisins hefur aukist (beygt; nf.hk.et.)
h. Ég fæ mitt eigið herbergi (beygt; þf.hk.et.)
Eins og fram kom í inngangi er aðeins um eina (sterka) beygingu eig-
in(n) að ræða; orðið fær sömu beyginguna hvort sem um er að ræða
óákveðinn hátt (með eigin augum) eða ákveðinn hátt (mínir eigiit pen-
ingar). Þetta á eigin(n) sameiginlegt með lýsingarorðunum í flokki 2
og fomöfnum.
Stærstur hluti töflu 3 em óbeygðar myndir, eins og sjá má. Þetta
er sérkennilegt, bæði með tilliti til beygingar annarra íslenskra lýs-
ingarorða, og ekki síður ef litið er til þess hvemig farið er með sam-
svarandi orð í grannmálunum. Þó að í norrænum meginlandsmálum
sé lýsingarorðabeyging mun einfaldari en í íslensku hafa orð sam-
bærileg við eigin(n) sérstakar fleirtölumyndir (rétt eins og önnur lýs-
ingarorð), sbr. t.d. sænsku min egen bok, mina egna böcker.9 í
nýnorsku, og stundum einnig í bókmáli, er gerður greinarmunur á öll-
um þremur kynjum í eintölu (sbr. Faarlund, Lie og Vannebo
1997:228). í skyldasta málinu, færeysku, er sterk beyging lýsingar-
orða álíka flókin og í íslensku. Egin er beygt eins og önnur áþekk lýs-
9 Einnig eru, eins og í íslensku, sérstakar myndir í hvorugkyni eintölu, sbr. t.d.
sænsku mitt eget hus.