Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 19
Eigin(n)
17
ur enn sterkari í (1 lc). Setningin í (1 ld) er líklega formlegri en hinar
og kannski algengari í ritmáli.18 Þess eru líka dæmi að merkingarmun-
ur sé á setningum eins og (1 lc) og (1 ld) án þess þó að munurinn felist
í áherslu: eigin lykill er ótilgreindur lykill sem ég hef út af fyrir mig;
minn eigin lykill getur merkt það sama en getur líka vísað til tiltekins
lykils.19 Þá getur það stangast á við málvenju að hafa eigin(n) ekki
með: trúa ekki sínum eigin augum, ?trúa ekki sínum augum. Hér má
hins vegar sleppa eignarfomafni: trúa ekki eigin augum. Einnig getur
stangast á við málvenju að hafa eignarfomafn með: (upp) á eigin spýt-
ur, ?(upp) á sínar eigin spýtur. Loks má nefna að dæmi em um að
koma megi í veg fyrir tvíræðni með því að hafa eignarfomafn með.20
2.5 Spurningin um orðflokk
Eins og nefnt var í inngangi er ekki endilega víst að eigin(n) sé rétti-
lega greint sem lýsingarorð því að orðið á margt sameiginlegt með
fomöfnum. Fomöfn stigbreytast ekki, né taka þau veikri beygingu,21
og merking orðsins eigin(n) er óneitanlega náskyld merkingu eignar-
fomafna. Þá em samsvarandi orð í öðmm norrænum málum stundum
talin til fomafna þó svo að í orðabókum séu þau yfirleitt flokkuð sem
lýsingarorð.
18 Hlutfallsleg tíðni eigin(n)-setninga með og án eignarfomafns er mismunandi
eftir heimildum, sbr. nmgr. 71 i 4.4 hér á eftir um misjafna tíðni þessara gerða í blogg-
máli og lagamáli.
19 Um slíkan merkingarmun í norsku fjallar Fretheim 1985:141-142. Sjá einnig
Faarlund, Lie og Vannebo 1997:230.
20 Það er alveg ljóst til hvers eigin(n) vísar í (ia) en í (ib) er vísunin hugsanlega
tvíræð:
(i)a. Davíð ætlar að stofna eigið fyrirtæki
b. Ég ræddi við Davíð um að stofna eigið fyrirtæki
í (ib) er kannski ekki alveg ljóst hver ætlar að stofna fyrirtæki, ég eða Davíð. Eignar-
fomafn, mitt eða sitt, tæki af vafann.
21 Frá þessu er reyndar undantekning. Óákveðna fomafnið ýmis getur bæði tekið
veikri beygingu (hinirýmsu) og jafnvel komið fyrir í efsta stigi (hinir ýmsustu), þótt
ekki telji allir það æskilegt, sbr. t.d. um ýmis í málfarsbanka íslenskrar málstöðvar
(www.amastofnun.is). Bjöm Guðfmnsson (1967:56) nefnir veiku beyginguna, en
gagnrýnir hana ekki.