Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 20
18
Katrín Axelsdóttir
Norska egen hefur t.d. verið flokkað sem „determinativ“ (sjá
Fretheim 1985 og Faarlund, Lie og Vannebo 1997:29, 202, 227-228).
Til þess orðflokks teljast t.d. eignarfomöfn, ábendingarfomöfn, ýmis
óákveðin fomöfn og frumtölur. Það er líklega ekki síst endurvísandi
hlutverk orðsins egen sem veldur því að það er greint á þennan hátt.
Orðið hefur einnig aðrar merkingar og telst þá lýsingarorð.22 í sænsk-
íslenskri/íslensk-sænskri vasaorðabók (Sigrún Helgadóttir Hallbeck
og Erik Hallbeck 1985) eru egen og eiginn sögð fomöfn. Danska egen
hefur verið greint sem „relationell pronomen“ ásamt anden, samme,
selve, sádan og ýmsum fleiri orðum en sá flokkur á margt sameigin-
legt með lýsingarorðum (Christensen og Christensen 2005:96-97).
I íslenskum orðabókum er eigin(n) jafnan talið lýsingarorð en á
ýmsum seðlum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið þó merkt
sem fomafn. Orðið verður í þessari grein kallað lýsingarorð sam-
kvæmt þeirri hefð sem hefur skapast í íslenskum ritum, án þess að í
því felist dómur um að rétt sé greint.
2.6 Samantekt
Hér hefur verið fjallað um beygingu lýsingarorða í íslensku og sérstöðu
lýsingarorðsins eigin(n) meðal þeirra. Þá var sagt frá tengslum orðsins
við eignarfomöfn. Þetta tvennt er náskylt merkingarlega og hvort tveggja
felur í sér vísun. Eigin(n) stendur oft með eignarfomafhi í setningum og
þá iðulega næst á eftir því. Hins vegar getur eigin(n) hæglega staðið í
setningu án eignarfomafns. Á setningum með eignarfomafni eingöngu,
eigin(n) eingöngu eða þá bæði með eignarfomafhi og eigin(n) getur ver-
ið nokkur blæbrigðamunur þótt merking sé í grófum dráttum sú sama.
Loks var vikið að þeirri spumingu hvort eigin(n) væri lýsingarorð eða
fomafh, en haldið verður í þá hefð hér að kalla orðið lýsingarorð.
22 Um rökstuðning fyrir nýrri greiningu egen í orðflokk, sjá einkum Fretheim
1985. Rök fyrir fomafnsgreiningu em þó ekki eindregin og flokkun egen (og reyndar
einnig selv) sem „determinativ“ er ekki hafin yfir allan vafa: „Disse ordene lar seg
ikke entydig plassere i en bestemt ordklasse, men har flere trekk som gjor det natur-
lig á regne dem til determinativene" (Faarlund, Lie og Vannebo 1997:227). Fretheim
(1985:138) segir að orðflokkagreining mismunandi merkinga egen sé „an extraordi-
narily murky part of Norwegian grammar".