Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 21
Eigin(n)
19
Næst verður hugað að fyrri meginspumingunni sem nefnd var í
inngangi í (2a): Hvemig var beygingin í fomu máli og hvemig hefur
hún breyst?
3. Beygingarþróun lýsingarorðsins eigin(n) frá fornu máli
3.1 Inngangur
I þessum kafla verður reynt að draga upp mynd af því hvemig beyg-
ing lýsingarorðsins eigin(n) þróaðist ffá fomu máli uns hún var orðin
eins og nú. í 3.2 er fjallað um tímann fram til um 1500 og í 3.3 um
tímann 1500-1800. í 3.4 em helstu atriði tekin saman.
Heimildir um orðið á fyrri öldum em heldur rýrar, einkum fyrir
1500. I elstu íslensku handritunum er aðeins eitt dæmi, í íslendinga-
sögum, íslendingaþáttum, Heimskringlu, Sturlungu, Grágás, Jámsíðu
og Jónsbók em engin dæmi og í fomaldarsögum tvö. Lítið virðist vera
í riddarasögum23 og í íslenskum fmmbréfum fram til 1450 fundust
engin ömgg dæmi.24 Textamagnið er þó umtalsvert eins og nærri má
geta. í nútímamáli er eigin(n) hins vegar algengt — það er í 21. sæti á
lista yfir algengustu lýsingarorðin í textunum sem liggja til gmndvall-
ar tslenskri orðtíðnibók (1991:602). Mikil breyting virðist því hafa
orðið á tíðni orðsins í tímans rás.
3.2 Beyging lýsingarorðsins eigin(n) í ritum fram til 1500
I fommálsorðabókum em gefin upp tvö orð, beygt eiginn og óbeygt
eigin (sjá Ordbog over det norroneprosasprog 3 (2004) og Fritzner 1
(1886)). Það virðist því sem hin óbeygða mynd hafi verið til þegar í
fomu máli. Hjá Cleasby (1874:119) segir hins vegar „old writers use
full declension“ og ekkert er þar nefht um að óbeygða myndin hafi
tíðkast að fomu.
23 Leitað var í Late Medieval Icelandic Romances I-V (1962-1965), þar sem eru
15 sögur, og aðeins örfá dæmi fundust.
24 Dæma var leitað í Islandske originaldiplomer indtil 1450 (1963). Nokkur dæmi
eru um eigin sem gæti verið forliðurinn eigin- (í t.d. eiginkona, eiginkvinna, eigin-
bóndi). Þama er einnig eitt dæmi sem líklega er lýsingarorð en það er í bréfi skrifuðu
af manni sem kannski var norskur (sbr. Islandske originaldiplomer indtil 1450
1963:341, xlvii).