Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 22
20
Katrín Axelsdóttir
Gera má ráð fyrir að hin óbeygða mynd eigin sé nýjung. Uppruni
eigin(n) (lýsingarháttur sagnarinnar eiga) og beygðar myndir í grann-
málunum benda a.m.k. til þess að í öndverðu hafí aðeins verið beygð-
ar myndir. Forvitnilegt er að athuga hvort óbeygt eigin hafí verið til í
málinu þegar á elsta skeiði. Ef svo er ekki er ástæða til að kanna
hvenær þessi nýjung kemur fram. Ekki er þó hlaupið að því að finna
svör við þessum spumingum, því að heimildir um eigin(n) em svo rýr-
ar í fomum ritum.
En þótt eigin(n) sé sjaldséð í fomum ritum má í fommálsorðabók-
um fínna allnokkur dæmi. Tafla 4 byggist að mestu á dæmum sem
Ordbog over det norrone prosasprog 3 (2004) og Fritzner I—III
(1886-1896) gefa upp í íslenskum ritum sem samin vom fýrir 1500.25
Nokkur dæmi em annars staðar frá.26 í töflunni em líka dæmi um orð-
ið sameiginn, sem beygðist eins og eiginn.
Athyglisvert er að mjög mörg dæmanna í töflu 4 em í þýðingum en
ekki fmmsömdum ritum. Oft virðast menn vera að þýða latneska orð-
ið proprius ‘eigin(n)’: voluntatem propriam = sinn eiginn vilja, en
þess em einnig dæmi að menn séu með eigin(n) að þýða eignarfor-
nafn: in locum suum = til síns eigins heimilis (sbr. Ordbog over det
norrone prosasprog 3 2004:646).
Rétt er að taka fram að sum dæmanna em úr handritum frá því
löngu eftir 1500. Þau gætu því endurspeglað yngra málstig en það sem
ríkti á þeim tíma sem ritin vom samin því að skrifarar kunna að hafa
breytt gamalli mynd í unga. Stafsetning í töflu 4 er samræmd og sama
á við um aðrar töflur í greininni. Þannig er ritað eigið í stað eigit,
eigin- í stað egin- o.s.frv.
Greining dæma er snúin og ekki endilega víst að hér hafí verið
farin besta leiðin. Ekki vom tekin inn í töfluna dæmi á borð við eigin-
kona, eiginkvinna, eiginbóndi, eiginmaður, eiginhjón, ekki heldur þótt
25 Leitað var í orðabók Fritzner á tölvutæku formi, þannig að hér eru einnig dæmi
sem fundust utan flettiorðanna sjálfra. Dæmum sem orðabækumar gefa upp í norsk-
um ritum var sleppt og einnig dæmum úr ritum sömdum eftir 1500.
26 Þau eru úr orðaskrá Larsson (1891), orðabók Cleasby (1874) og dæma var leit-
að í Late Medieval Icelandic Romances I-V (1962-1965). Þá benti Haraldur Bem-
harðsson mér á dæmi.