Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Qupperneq 26
24
Katrín Axelsdóttir
talsvert á samsetta orðið eiginland sem er hjá Fritzner (I 1886:300) og
sagt merkja ‘Eiendomsland’. Dæmið í (13í) gæti hæglega verið sam-
sett orð.30 Rétt er að taka hér fram að þótt samsett orð séu nú ævinlega
rituð í einu orði þá var það ekki alltaf svo í eldri ritum. Rithátturinn
(eitt orð eða tvö) segir því lítið um hvort orð voru skilin sem samsett
eða ekki, sbr. t.d. eiginsyni, eiginsonu í (12a-c) og eigin móður, eigin
systur í (12d-e).31
Eftir standa þá þrjú óbeygð dæmi úr töflu 4'?2
(14)a. af sínu eigin afli (þgf.hk.et.; Maríu saga, AM 634 4to, um
1700-1725)
b. af öllum jarðarinnar skriðkvikindum meður sínu eigin kyni
(þgf.hk.et.; Stjóm, AM 226 fol, um 1360-1370)
c. öll þau tré sem í sér hafa sáð og frjó síns eigin kyns (ef.hk.et.;
Stjóm, AM 226 fol, um 1360-1370)33
Þama er kannski ekki sami vafi á ferðinni og með dæmin í (12) og
/ (13); þetta virðast ekki vera samsett orð (eiginafl, eiginkyn) heldur
dæmi um óbeygðu lýsingarorðsmyndina eigin. Dæmið í (14a) er í
ungu handriti en hin tvö em frá síðari hluta 14. aldar. Það virðist því
fljótt á litið líklegt að óbeygðar myndir lýsingarorðsins hafi tíðkast frá
ofanverðri 14. öld.
30 Orðið eiginnafn hefur tvær merkingar í nútímamáli skv. íslenslcri orðabók
(2002:259): ‘nafn sem maður er nefndur (ekki kenninafn eða ættamafn)’ og ‘sémafn’.
í (13f) væri væntanlega um þá fyrri að ræða.
31 Starfsmenn fommálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn hafa augsýnilega velt
vöngum yfir greiningu orða á borð við þau sem sýnd eru í (12) og (13). Orðin eigin-
dóttir, eigindróttning, eigingarðr, eiginherbergi, eiginkyn, eiginland, eiginnafn,
eiginraun, eiginskóli, eiginsonr, eiginspúsi, eiginsystir og eiginþjónn em öll uppfletti-
orð í bókinni (Ordbog over det norrone prosasprog 3 2004:637-651) en merkt sem
draugorð, við þau stendur öll „tolkes som to ord“ og vísað er í lýsingarorðið eigin. —
Öll dæmin í orðabókum um orðið eiginland eru í Þiðriks sögu af Bem. í eitt skiptið
kemur það fyrir í þolfalli, og myndin er eiginland. Þá orðmynd er ekki hægt að túlka
sem tvö orð; ef svo væri hefði mátt búast við eigið land. Það er því hæpið að túlka
samsetta orðið sem draugorð.
32 Sjá Fritzner I (1886) og Ordbog over det norrone prosasprog 3 (2004) undir
flettiorðinu eigin. Dæmið í (14a) er reyndar á öðmm stað en tilgreindur er hjá
Fritzner, sbr. Mariu saga II 1871:1069.
33 Lesbrigðið eigins er hins vegar í AM 227 fol, um 1350.