Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 27
Eigin(n) 25
Obeygða lýsingarorðið eigin er sérstakt flettiorð hjá Fritzner. Þar
segir þó (I 1886:299) á eftir upptalningu dæma: „Hvor eigin saaledes
forekommer foran et Substantiv, kan det dog ogsaa opfattes som
forste Del af et dermed sammensat Substantiv." Nú er bæði dæmið í
(14a) og dæmið í (14b) tilgreint hjá Fritzner þannig að hann hefur
væntanlega talið að þessi dæmi gætu verið dæmi um samsett orð,
eiginafl og eiginkyn. í orðabókinni er þannig afar varlega farið í grein-
ingu á óbeygða lýsingarorðinu eigin og kannski er ástæða til að fylgja
því fordæmi.
Niðurstaðan er þá sú að engin fulltraust dæmi eru um óbeygt eigin
í ritum sömdum fýrir 1500. Tvö dæmi í handritum frá síðari hluta 14.
aldar eru þó líklegri en önnur til að vera dæmi um óbeygða lýsingar-
orðsmynd en ekki forlið. Ótvírætt beygð dæmi eru aftur á móti 28 tals-
ins.
3.3 Beyging lýsingarorðsins eigin(n) í ritum 1500—1800
Til að skoða þróunina næstu aldir verður hér litið á nokkur rit í tíma-
röð, frá upphafi 16. aldar og fram til loka 18. aldar, en í flestum
þeirra var gerð ítarleg leit að dæmum um eigin(n)?4 Hér ætti því að
koma fram marktækt hlutfall ótvíræðra beygðra og óbeygðra dæma,
ólíkt því sem var í 3.2. Þegar rætt er um þetta hlutfall er ævinlega átt
við beygðar myndir utan nf./þf.hk.et., enda er á þeim stað í beyging-
unni enn þá beygð mynd.
í töflu 5 má sjá beygingu lýsingarorðsins eigin(n) í Reykjahólabók,
Holm perg 3 fol, stóru safni heilagra manna sagna frá upphafí 16. ald-
ar.35 Sem fyrr eru ótvíræðar óbeygðar myndir feitletraðar.
Þama má bæði sjá beygðar myndir og óbeygðar eins og í töflu 4.
Ótvíræðar beygðar myndir (utan nf./þf.hk.et.) em þó mun fleiri en þær
óbeygðu, eða 17 á móti 3. Forvitnilegt er að bera þetta saman við það
sem Bjöm K. Þórólfsson (1925:34) nefnir um beygingu eigin(n), en
34 Það á við um öll ritin í þessum undirkafla nema Guðbrandsbiblíu. Rétt er að
taka fram að einstaka dæmi kann að hafa orðið út undan í ritum þar sem ekki var um
að ræða tölvuleit.
35 Reykjahólabók I—II 1969-1970. Handritið ertalið frá fyrsta fjórðungi 16. aldar,
eða þá frá 1530-1540 (Ordbog over det norroneprosasprog. Registre 1989:473).