Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 29
Eigin(n) 27
í Reykjahólabók má sjá sérkennilegar myndir sem ekki voru dæmi um
í ritum frá því fyrir 1500. Þar sem ætti að vera brottfall í stofni, eignar
bœkur, er nú ekki brottfall: eiginar bcekur. Dæmin um þetta eru of
mörg til að þetta geti verið tilviljun. í tólf dæmum í töflu 5 ætti að vera
brottfall, en er ekki. Bent hefur verið á að málið á Reykjahólabók sé
um margt sérkennilegt og giskað á að þýðandi og skrifari Reykjahóla-
bókar, Bjöm Þorleifsson, hafi verið undir norskum áhrifum (Reykja-
hólabók I 1969:xxxix-xl). Um ósamandregnar myndir em engin ís-
lensk dæmi í fommálsorðabókum utan dæmanna í Reykjahólabók.
Hins vegar er um þetta dæmi í norskum lögum frá 14. öld (Ordbog
over det norrone prosasprog 3 2004:647):
(17) laupa i brott með eíghínum [þgf.kvk.ft.] konom manna
(Landslög og réttarbætur, hdr. um 1350-1360)
Það er því hugsanlegt að ósamandregnar myndir hjá Bimi Þorleifssyni
séu dæmi um norsk áhrif. Um ósamandregnar myndir verður aftur
fjallaðí 4.5.1, 5.2.2 og 5.3.2.
Næst er að líta á dæmi úr riti frá svipuðum tíma eða aðeins yngra,
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540.36
í töflu 6 sjást bæði beygðar og óbeygðar myndir en óbeygðu mynd-
imar em mun algengari en í Reykjahólabók, hlutfallið er 7 beygðar
(utan nf./þf.hk.et.) á móti 14 óbeygðum, og óbeygðar myndir því
orðnar fleiri. Öll fjórtán dæmin um óbeygt eigin em nokkuð ömgglega
dæmi um lýsingarorð en ekki forlið.
Samtímamaður Odds, Gissur Einarsson biskup, þýddi tvær bækur
Gamla testamentisins, en þýðing hans er frá 1545-1546. Hjá honum
em engar beygðar myndir (utan nf./þf.hk.et.) en dæmi um óbeygðar
myndir em níu.37 Beygingin er því eins og í nútímamáli. Beyging
Gissurar virðist því vera mun unglegri en beyging Odds en hafa verð-
ur í huga að dæmin eru fá.
36 Dæma var leitað með orðstöðulykli Orðabókar Háskólans (www.amastofn-
un.is) og þau borin saman við ljósprent af Nýja testamenti Odds, Hið nya Testament
1540 1933.
37 Gissur Einarssons islandske oversœttelse af Ecclesiasticus og Prouerbia Sal-
omonis 1955. Eitt þessara dæma er hugsanlega forliður: eigin börnum.