Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 31
Eigin(n)
29
Tafla 7, frh.
FLEIRTALA KK. KVK. HK.
NF. eigin 1 eigin 1
(eigin) 1
ÞF. eigin 3
ÞGF. (eigin) 1 eigin 1
EF.
Óbeygðar myndir eru hér hlutfallslega margar. Dæmin um beygðar
myndir (utan nf./þf.hk.et.) eru hér aðeins þrjú (allt sama myndin) en
dæmi um óbeygða mynd tuttugu.
Þrjú dæmanna tuttugu um óbeygt eigin (þ.e. feitletruðu dæmin í
svigunum) eru hugsanlega dæmi um forlið.39 Öll hin eru mjög senni-
lega lýsingarorð: með sínum eigin vilja, sína eigin sál, í minni eigin
gröf með þinni eigin rœðu, til sinnar eigin grafar, með sínu eigin
spjóti, þíns eigin lífs, í þeirra eigin verkum, svo að nokkur dæmi séu
nefnd.40
Ef marka má vitnisburð Gamla testamentis Guðbrandsbiblíu virð-
ist hin foma beyging á miklu undanhaldi. Niðurstaðan hér fær stuðn-
ing af dæmum í þýðingu Gissurar Einarssonar; sú þýðing og Gamla
testamenti Guðbrandsbiblíu sýna töluvert unglegri beygingu eigin(n)
en Nýja testamenti Odds, og ljóst er að þegar líða fer á 16. öld eykst
tíðni óbeygðra mynda í beygingunni.
í bréfabók Guðbrands eru engin ótvíræð beygð dæmi (utan
nf./þf.hk.et.) en óbeygð em 30.41 Bréfm sem þessi dæmi fundust í em
39 Dæmin eru þessi: þeirra eigin tungur (Sálm. 64.9), af sínum eigin sonum (2.
Kron. 32.21, spássía), og í hans eigin húsi (2. Sam. 4.11).
40 Þessi dæmi eru öll hjá Bandle (1956:315-316).
41 Einhver þessara dæma gætu hugsanlega verið dæmi um forlið, s.s. eigin son
(Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar 1919-1942:346) en ekki er hér hirt um
að tína þau til. Sama á við um slík dæmi í þeim ritum sem fjallað er um hér á eftir.
Rétt er að neíha að mörg dæmanna um eigin í þessari bréfabók og öðrum bréfabókum
í kaflanum eru í orðasambandinu með eigin hendi, eða öðrum áþekkum samböndum.
Hugsanlegt er að minna sé að marka þessi dæmi en önnur af því að þessi sambönd eru
svo formúlukennd. Þessi dæmi voru þó talin með, og þau sýna reyndar ekki aðra nið-
urstöðu en dæmi sem ekki eru hluti af formúlukenndu samhengi.