Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 32
30
Katrín Axelsdóttir
frá 1558 til um 1618.42 í bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar
(1597-1656), dóttursonar Guðbrands, eru engin óvíræð beygð dæmi
(utan nf./þf.hk.et.). Hins vegar eru 35 óbeygð. Þau bréf sem dæmi fund-
ust í eru ffá 1628-1653, en bréfabókin er gefín út eftir afriti ffá síðari
hluta 17. aldar.43 í prestastefiiudómum Brynjólfs biskups Sveinssonar
(1605-1675) eru engin ótvíræð beygð dæmi (utan nf./þf.hk.et.) en
óbeygð dæmi eru mörg, eða 97. Dómamir ná yfir árabilið 1639-1674,
en bækumar sjálfar em ffá síðari hluta þess tímabils og litlu yngri.44
í prestastefnudómum Jóns biskups Vídalín (1666-1720) á árabil-
inu 1698-1720 em engin ótvíræð beygð dæmi (utan nf./þf.hk.et.).
Óbeygð dæmi em mörg, eða 110.45 í síðari hluta Vídalínspostillu, sem
er frá 1720, em engin ótvíræð beygð dæmi (utan nf./þf.hk.et.).46 Ótví-
ræð óbeygð dæmi em nokkuð mörg, eða 48.47
Eitt dæmi er í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um beygða mynd
(utan nf./þf.hk.et.) frá svipuðum tíma og Vídalínspostilla:
(18) Búðarleiga þaðan er hálfur skiphlutur af Einars eignu
[þgf.hk.et.] skipi (Jarðab VI, 234 18f)
42 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar 1919-1942. Flest bréfin sem dæmi
fundust í eru bréf ffá Guðbrandi, og allmörg rituð með eigin hendi hans. Handrit eru
nokkur og virðast öll frá tíma Guðbrands. Skammstafanir og styttingar á sambandinu
með eigin hendi koma gjama fyrir í þessum bréfum en slíkum dæmum er að sjálf-
sögðu sleppt.
43 Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar 1979. Útgáfan er nær stafrétt.
44 Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveins-
sonar árin 1639-1674 2005. Útgáfan er með nútímastafsetningu en sérkenni skrifara
fengu að halda sér. Nokkru fleiri óbeygð dæmi er að fmna í þessu riti en hér er gefið
upp því að í útgáfúnni hafa samböndin eigin hendi og með eigin hendi oft verið sam-
ræmd sem eh og meh, jafnvel þótt þau standi fúllum stöfum í handriti.
45 Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Prestastefnudómar Jóns biskups
Vídalíns árin 1698-1720 2006. í útgáfunni em einnig nokkur bréf úr bréfabók Jóns
og fáein önnur skjöl. Stafsetning er færð til nútímahorfs en sérkennum í máli skrifara
er haldið. Nokkm fleiri óbeygð dæmi er að finna í þessu riti en hér er gefið upp því
að í útgáfúnni hafa samböndin eigin hendi og með eigin hendi oft verið samræmd sem
eh og meh, jafnvel þótt þau standi fúllum stöfúm í handriti.
46 Dæma var leitað í nákvæmri tölvutækri uppskrift eftir frumútgáfú, en uppskrift-
in er í eigu orðfræðisviðs Stofnunar Ama Magnússonar á Islandi.
47 Eitt þeirra gæti verið forliður: eigin systur (ef.kvk.et.).