Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 33
Eigin(n) 31
Þetta er úr Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín, í jarðarlýs-
ingu frá 1703, þannig að ekki hafa beygðar myndir verið horfnar með
öllu á þessum tíma. En þessi lýsing er reyndar með hendi Áma sjálfs
(JarðabókÁrna Magnússonar og Páls Vídalín VI 1938:232) og hugs-
anlega skýrist þetta af lærdómi hans.48
í þýðingu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705-1779) frá 1745 á
Nikulási Klím eftir Holberg em engin ótvíræð beygð dæmi (utan
nf./þf.hk.et.),49 og ekki heldur í tveimur nokkm yngri ritum, ævisögu
Jóns Steingrímssonar (1728-1791) frá 1784-179150 og þýðingu Guð-
laugs Sveinssonar (1731-1807) frá 1799 á siðalærdómsriti eftir
Campe.51
Til að gefa gleggri mynd af því sem hér hefur verið rakið em nið-
urstöður talninga settar fram í töflu 8 (á næstu síðu).
Tafla 8 sýnir að 16. öld hefur verið tími breytinga. í elsta ritinu,
Reykjahólabók, em beygðar myndir í meirihluta en þegar í Nýja testa-
menti Odds hefur staðan snúist við og óbeygðar myndir em tvöfalt
fleiri. í ritum eftir þann tíma koma beygðar myndir (utan nf./þf.hk.et.)
aðeins þrisvar fyrir, allar í Guðbrandsbiblíu. Dæmi em þó frekar fá, og
ekki er útilokað að beygðar myndir hafi verið tíðari en taflan bendir
til; a.m.k. þekktust þær, sbr. beygða dæmið í (18) úr Jarðabókinni frá
upphafi 18. aldar.
Hér að framan hefur verið litið á hlutfall beygðra og óbeygðra
dæma utan nf./þf.hk.et., enda er það sá hluti beygingardæmisins sem
hefur breyst frá fomu máli til nútíma. En óbeygð mynd kemur einnig
4S í sömu lýsingu er dæmi um óbeygt eigin: eftir sinni eigin beiðni (Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalín VI 1938:233). Þess má geta að Ámi Magnússon
átti það til að nota beygðar myndir fomafnsins yð(v)arr, alllöngu eftir að þær virðast
horfnar úr málinu (sbr. Katrínu Axelsdóttur 2002:141).
49 Dæmin fundust i textasafni Orðabókar Háskólans (www.amastofnun.is). Text-
inn þar byggist á Holberg 1948.
50 Ég þakka Jóhannesi Bjama Sigtryggssyni fyrir að leggja mér til dæmin úr upp-
skrift sinni af eiginhandarriti Jóns, Lbs 182 4to. í uppskriftinni er ekki texti nokkurra
bréfa sem felld em inn í söguna, svo að dæmi í bréfúnum em ekki með hér.
51 Dæmin fundust í textasafni Orðabókar Háskólans (www.amastofnun.is). Text-
inn þar byggist á útgáfu með nútímastafsetningu en fomar orðmyndir fengu að halda
sér, Campe 2000.