Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 38
36
Katrín Axelsdóttir
hljóði. En þetta er ekki algilt. Tökuorðið s(v)od(d)an var venjulega
óbeygt, soddan hlutir, soddan traust, soddan syndir (Westergárd-
Nielsen 1946:313), og þó endaði stofninn á samhljóði.61 Dæmi eru um
þetta tökuorð frá því snemma á 15. öld og það var nokkuð algengt
(Veturliði Oskarsson 2003:325). Það er því ekkert nýtt að tökulýsing-
arorð þar sem stofn endar á samhljóði séu óbeygð. (Um lýsingarorðið
s(v)od(d)an og líkindi þess við eigin(n) verður rætt í 4.5.2 hér á eftir.)
Obeygð lýsingarorð kunna að hafa haft áhrif víðar í beygingarkerf-
inu. Lýsingarháttur nútíðar (t.d. gefandi) beygðist í fomu máli (t.d.
gefandi (nf.kk.et.), gefanda (þf./þgf./ef.kk.et.), geföndum (þgf.ft.)) en
er nú óbeygjanlegur.62 Ekki er ósennilegt að óbeygjanleg lýsingarorð
á borð við miðaldra hafi haft þar áhrif.63 Breytinga á lýsingarhætti nú-
tíðar verður fyrst vart um 1300 og þeim er enn ekki lokið á 16. öld
(Bjöm K. Þórólfsson 1925:36, 92) en óbeygjanleg lýsingarorð á borð
við miðaldra vom til þegar í fomu máli (Noreen 1923:297). Margt er
líkt með lýsingarhætti nútíðar og lýsingarorðum eins og miðaldra. í
báðum tilvikum em beygingarmyndir fleirkvæðar og enda á sérhljóði.
Setningafræðileg notkun virðist sambærileg, og ef orðin stigbreytast á
annað borð þá gera þau það með atviksorðsmyndunum meira og mest
en ekki viðskeytingu (meira forviða, *forviðari). Þessi miklu líkindi
gera áhrif óbeygðra lýsingarorða á lýsingarhátt sennileg.
Nú má spyrja hvort eigin(n) átti eitthvað sameiginlegt með orðum
eins og miðaldra. Ef svo væri fengi hugmyndin um áhrif úr þeirri átt
kannski aukið vægi. Raunin er sú að þar er sumt líkt en annað ekki.
Ekki er um að ræða hljóðleg líkindi og notkun í setningum er að sumu
leyti ólík.64 En sitthvað er á hinn bóginn sameiginlegt. í fyrsta lagi
61 Verið getur að s(v)od(d)an hafi ekki beygst skv. flokki 1 vegna þess að í stofn-
inum var a sem hefði hljóðverpst ef orðið hefði beygst. Kannski vildi fólk sneiða hjá
hljóðverptum myndum eins og s(v)od(d)ön, s(v)od(d)önum. Þf.kk.et. hefur endinguna
-an og stofn orðsins endaði líka á -an. Utkoman hefði orðið s(v)od(d)anan ef orðið
hefði beygst og e.t.v. forðaðist fólk þá mynd.
62 Föst sambönd á borð við á vetri komanda eru auðvitað undantekningar ffá því.
63 Lýsingarorð sem líta út eins og lýsingarháttur nútíðar (t.d. óþolandi) og lýsing-
arhættir sem hafa stöðu lýsingarorðs (t.d. pirrandi) eru flokkuð með óbeygjanlegum
lýsingarorðum, sbr. 2.2.
64 Obeygð lýsingarorð hafa gjama stöðu sagnfyllingar (hann er miðaldra) en það