Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 39
Eigin(n)
37
eiga eigin(n) og óbeygð lýsingarorð það sammerkt að fá ekki sérstaka
beygingu (veika beygingu) í ákveðnum hætti.65 í (21) og (22) er sama
mynd, hvort sem um er að ræða óákveðinn eða ákveðinn hátt:
(21) a. Ég keypti þetta fyrir eigin (áður eigna) peninga (óákv. háttur)
b. Ég keypti þetta fyrir mína eigin (áður eigna) peninga (ákv.
háttur)
(22) a. Ég hitti nokkra miðaldra menn í veislunni í gær (óákv. háttur)
b. Ég hitti þessa miðaldra menn í veislunni í gær (ákv. háttur)
Onnur lýsingarorð, eins og t.d.fyndinn, fá hins vegar veika beygingu
í ákveðnum hætti:
(23) a. Ég hitti nokkra fyndna menn í veislunni í gær (óákv. háttur)
b. Ég hitti þessa fyndnu menn í veislunni í gær (ákv. háttur)
I öðru lagi má benda á að eigin(n) stendur ævinlega með greinislaus-
um nafnorðum (eigin peningar, *eigin peningarnir). Óbeygð lýsing-
arorð geta staðið með nafnorðum með greini (allir miðaldra mennirn-
ir) en miklu algengara er að þau standi með greinislausum nafnorð-
um.66 í þriðja lagi er vert að nefna að af merkingarlegum ástæðum
stigbreytist eigin(n) ekki. Sama á við um mörg óbeygð lýsingarorð
(*meira miðaldra, *meira andvana, *meira jafnaldra) þótt því fari
fjarri að þetta eigi við um þau öll (meira einmana, meira sammála).
Ekki er útilokað að þessi líkindi lýsingarorðsins eigin(n) og
óbeygðra lýsingarorða, sem hér hefur verið greint frá, hafi liðkað fyrir
hefur eigin(n) ekki. Eigin(n) er aðallega notað sem einkunn með nafnorðum (eigin
peningar). Obeygð lýsingarorð eru reyndar stundum einkunnir með nafnorðum (mið-
aldra menn) en þó eru til óbeygð lýsingarorð sem geta ekki verið það, t.d. hugsi
(*hugsi menn) (sbr. Höskuld Þráinsson 2005:58).
65 Þess eru reyndar einstaka dæmi að eigin(n) fái veika beygingu, sjá 5.2.2 og
5.3.3, en það er mjög sjaldgæft og telst varla viðurkennt mál. Engin slík dæmi fund-
ust í ritum ffá því fyrir 1500. í gömlum dæmum er setningafræðilegt umhverfi þó yfir-
leitt þannig að búast mætti við veikri beygingu; eignarfomafn (eða eignarfall persónu-
fomafns) kemur jafnan næst á undan eigin(n).
66 Sum óbeygð lýsingarorð standa sjaldan og kannski aldrei með nafnorðum með
greini (*hissa mennirnir, *töff strákarnir).