Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 42
40
Katrín Axelsdóttir
paranna í (27) ekki endilega nákvæmlega sömu merkingu og eru því
ekki alveg sambærilegir eins og t.d. eiginkona og eigin kona virðast
hafa verið; á stórveislu og stórri veislu er kannski blæbrigðamunur og
stórhertogi merkir auðvitað ekki það sama og stór hertogi.
4.4 Takniörkuð notkun lýsingarorðsins eigin(n)
Astæða er til að líta nánar á hinar tvær gerðir eigin(n)-setninga, sem
fjallað var um í 2.4, en dæmin í (1 lc-d) eru hér endurtekin:
(28)a. Stelpan keypti hjólið fyrir sína eigin peninga
b. Stelpan keypti hjólið fyrir eigin peninga
Setningar eins og (28b) eru alvanalegar í nútímaíslensku70 og raunar
virðast þær algengari en gerðin í (28a) þótt hlutfallið sé reyndar nokk-
uð mismunandi eftir tegundum texta.71 En á 16. öld, helsta breytinga-
tímanum í sögu eigin(n), virðist þessu öfúgt farið; á þeim tíma virðist
gerðin í (28a) hafa verið mjög algeng. í fjórum 16. aldar ritum sem til
athugunar voru í 3. kafla er eignarfomafn (eða eignarfall persónufor-
nafns) langoftast næst á undan eigin(n).72 Þama virðist eigin(n) með
öðmm orðum ævinlega vera haft til að herða á merkingu eignarfor-
nafns og setningarleg staða þess yfírleitt sú sama, á milli eignarfor-
nafns (eða eignarfalls persónufomafns) og nafnorðs. Það mætti kannski
líkja hlutverki eigin(n) hér við viðskeytið -na í orðum eins og núna og
hérna. Eigin(n) hafði þannig takmarkaða merkingu — litlu skipti
hvort það var haft með eða ekki, því eignarfomafn/eignarfall gat borið
70 Til samanburðar má geta þess að í skyldum málum er misjafnt hvort má sleppa
eignarfomafni/eignarfalli persónufomafns á undan orðum sem merkja það sama og
eigin(n). í norsku má aðeins sleppa orðinu í setningum með nokkrum tilteknum sögn-
um og í ensku má aldrei sleppa því: *I have own car (sbr. Fretheim 1985:135, 141).
71 í leitarflokknum Blogg 2001-2006 (almennt) í textasafni Orðabókar Háskólans
(www.amastofnun.is) er eigin(n) notað eitt sér í um 60% tilvika og í um 40% tilvika
er það notað til að herða á merkingu eignarfomafns eða eignarfallsmyndar. í leitar-
flokknum Lög, Reglur er eigin(n) eitt og sér í yfirgnæfandi meirihluta. Það er kannski
ekki að undra þar sem lagamál er mjög formlegt og einnig ópersónulegt.
72 Þetta em Reykjahólabók, Nýja testamenti Odds, þýðingar Gissurar Einarsson-
ar og Gamla testamenti Guðbrandsbiblíu. Hlutfall þessarar setningagerðar er um 90%.
í ritum fyrir 1500 (sbr. töflu 4) erþessi gerð líka algengari, með rúman helmingshlut.