Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 44
42
Katrín Axelsdóttir
ingum þar sem það væri ekki einatt spyrt saman við eignarfomöfn eða
eignarfallsmyndir persónufomafna sem einhvers konar aukaorð.75
Þess má geta að egen í sænsku er beygingarlega mun fjölhæfara í sum-
um aukamerkingunum en það er í aðalmerkingunni. I þessum auka-
merkingum er orðinu eðlilegt að taka veikri beygingu og stigbreytast
(sjá Ordbok öfver svenska spráket 7 1925:E 295-296).76 Ef eiginn
hefði líkst hinu sænska egen að þessu leyti væri kannski ólíklegra að
eiginn í aðalmerkingunni hefði glatað beygingunni.77 Sama mætti
hugsanlega segja um orðið sameiginn ‘sameiginlegur’, sem getið var
í 3.2. Það var til í fomu máli en er nú horfið. Hefði þetta orð haldið
velli hefði beyging eiginn kannski gert það líka.
4.5 Aðrir möguleikar
4.5.1 Árekstur við beygingu nafnorðsins eign
Sumar af gömlu beygðu myndunum em samhljóma ýmsum myndum
nafnorðsins eign, og það kann að hafa þótt óþægilegt:
75 í fomu máli virðist eigin(n) hafa haft aukamerkinguna ‘sérstakur’ (sbr. Ordbog
over det norroneprosasprog 3 2004:648):
(i) jörðin bar þegar grænt gras ... og epliberandi tré ... hvert sem eitt hafanda
meður sér sjálfs síns sáð meður sinni eiginni mynd
I orðabókinni er þetta þýtt ‘ejendommelig, særegen, særlig, peculiar, specific, char-
acteristic’. Merkingin virðist ekki hafa verið algeng (þetta er eina dæmið um hana
sem gefið er í orðabókinni) og tíðkast líklega ekki lengur. í Islenskri orðabók (2002:
259) er eiginfn) sagt hafa tvær merkingar, þá hefðbundnu og svo ‘eiginlegur’. Um þá
síðari er gefið dæmið það var honum eigið ‘hann átti vanda til þess’. Þessi merking
er ekki algeng og er kannski bundin við sambönd á borð við þetta.
76 Um þetta má sjá dæmi (sbr. Ordbok öjver svenska spráket 7 1925:E 310):
(i)a. Konungen (yttrar) pá sitt egna hjertliga och okonstlade satt (veik beyging)
b. Slutradema áro af Strandbergs egnaste art (stigbreyting)
77 I norsku, dönsku og færeysku era einnig slíkar aukamerkingar (sbr. Norsk
riksmálsordbok 1937:836, Fretheim 1985, Ordbog over det danske sprog 1922:209-
210, Foroysk orðabók 1998:216) og þar fá orðin veika beygingu þegar við á. Fær-
eyska egin tekur auðveldlega veikri beygingu í aðalmerkingunni líka, og reyndar eru
dæmi í öðram Norðurlandamálum um að orðið fái veika beygingu í aðalmerkingunni
þótt það sé ekki regla. Um veika beygingu eigin(n) og frændorða, sjá nánar 5.3.3.