Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 47
Eigin(n)
45
En nú er ekki hægt að segja að eigin(n) hafí orðið óbeygt þótt þró-
unin hafi vissulega verið í þá átt, því að beygð mynd (eigið) hélst í
nf./þf.hk.et. Tökulýsingarorð sem falla í hinn óbeygða flokk eru yfir-
leitt alveg laus við beygingar, svo að samsvörunin er ekki algjör. En
þess er dæmi að tökulýsingarorð sé næstum óbeygt. í 4.2 var minnst
á tökulýsingarorðið s(v)od(d)an. Það er yfirleitt óbeygt en fékk þó ein-
staka sinnum beygða mynd, og það var einmitt í nf./þf.hk.et.: „swod-
ant swar“, „þeir ... sem swodant giora“ (Westergárd-Nielsen 1946:
313). Eigin(n) og s(v)od(d)an stefndu þannig í sömu átt.81 Beygingar-
leg líkindi orðanna tveggja eru nokkuð sláandi, en auðvitað er þetta
engin sönnun þess að farið hafi verið með eigin(n) sem tökuorð.
Lýsingarorðið eigin(n) er algengt í bréfum ffá síðari hluta 16. ald-
ar og síðar. Það er ekki síst fyrir þá sök að sambandið með eigin hendi
kemur þar gjama fýrir.82 Það á sér erlendar samsvaranir, sem væntan-
lega em fyrirmyndir þess, og ástæða er til að huga stuttlega að þeim.
Eins og komið hefur fram beygjast orð sambærileg við eigin(n) mun
meira í öðmm Norðurlandamálum. Það á einnig við um þýsku (sbr.
auf eigener Hand, mit meiner eigenen Mutter). En til em frávik, sbr.
eftirfarandi dæmi:
(32) mijt mijner eggen hant
Þetta dæmi er í bréfi þýsks manns frá 1573 (Bréfabók Guðbrands
byskups Þorlákssonar 1919-1942:10). Á dönsku var þetta á þessum
tíma egen hand eða med egen hand (sjá t.d. Samling af Danske Kon-
gers Haandfæstninger og andre lignende Acter 1856-1858:109).
Ef íslendingar, t.d. skrifarar á biskupsstólunum, hafa oft haft fýrir
augunum samsvarandi erlent samband, með óbeygðu lýsingarorði
jo, þýsku ja, nein, doch, frönsku oui, non, si (Helgi Guðmundsson 1970:338-347).
Einnig mætti nefna auknar þéringar að erlendri fyrirmynd og hvarf tvítölu í kjölfarið
(Helgi Guðmundsson 1972). Allt eru þetta dæmi um erlend áhrif á orð sem fyrir voru
í málinu.
81 Þetta sýnir að beyging eigin(n) er ekki eins einstök og hér hefur verið látið í
veðri vaka. En s(v)od(d)an er núorðið lítið notað, og væntanlega aldrei beygt í
nf./þf.hk.et., þannig að eigin(n) er sér um beygingu í nútímamáli.
82 Sambandið kom einnig fyrir án forsetningar (eigin hendi) en það afbrigði er
miklu sjaldgæfara í þeim bréfabókum sem hér hafa verið athugaðar.