Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 48
46
Katrín Axelsdóttir
(eða orðmynd sem líktist hinu óbeygða eigiri) hefur það getað haft
áhrif á málnotkun þeirra sjálfra. Þeir hafa kannski farið að nota óbeygt
eigin í þessu sambandi og það hefur svo getað breiðst út í önnur sam-
bönd.83
En hugsanlega varð sambandið með eigin hendi (og önnur svipuð
formúlukennd sambönd) ekki algengt fyrr en eftir að breytingar hófust
á beygingu eigin(n). Um slík sambönd eru mörg dæmi í bréfabók
Guðbrands Þorlákssonar (frá síðari hluta 16. aldar og fram yfir
1600),84 en í íslenskum bréfúm frá miðöldum eru varla dæmi um þetta
því að undirskriftir tíðkuðust ekki í þeim (sbr. Jakob Benediktsson
1972:407). Ef slík sambönd þekktust ekki í málinu þegar breytingar
hófust á beygingu eigin(n) eru þau vitaskuld ekki ástæða breyting-
anna.
Ekki verður nákvæmlega séð hvenær notkun orðsins eigin(n) jókst
til muna né hvenær menn fóru að nota sambönd á borð við með eigin
hendi. Ekki er heldur hægt að tímasetja með fullri vissu upphaf hins
óbeygða eigin, það var kannski á 14. öld, en hugsanlega síðar. Meðan
þessar tímasetningar eru óljósar er kannski óvarlegt að tengja þróun
eigin(n) við erlend áhrif. En jafnvel þótt ekki séu bein tengsl þama á
milli er hugsanlegt að erlend áhrif hafí getað ýtt undir eða styrkt þá
þróun sem þegar var hafín.
4.5.3 Samanburður við hvarf eignarfomafnanna okkarr, ykkarr og
yð(v)arr
Ástæða er til að bera breytingamar á beygingu eiginn saman við hvarf
eignarfomafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr, en þar em ýmis lík-
indi.85 Þessi eignarfomöfn beygðust í fomu máli en nú em hafðar í
staðinn eignarfallsmyndir persónufomafna: frá okkrum vini —» frá
okkar vini. Þessi breyting varð að mestu á bilinu 1500-1650. Beyg-
83 Ef að líkum lætur heíúr mál höfðingja og lærðra manna getað haft áhrif á mál
annarra stétta. Það hlýtur t.d. að eiga við um þéringar.
84 Sjá t.d. Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar 1919-1942:299, 442, 447,
450, 496, 536. Formúlukennd sambönd áþekk með eigin hendi eru t.d. með eigin
handskrift og set eg mina eigin hönd.
85 Um hvarf þessara fomafna, sjá Katrínu Axelsdóttur 2002.